fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Eyjan

Man ekki eftir jafn lamaðri ríkisstjórn, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – flokkarnir of ólíkir til að starfa saman

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. desember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin forgangsraðar ekki vegna þess að stjórnarflokkarnir og ráðherrarnir geta ekki komið sér saman um stóru málin, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segist aldrei áður hafa séð jafn verklitla ríkisstjórn, sem segi bara pass í öllu sem máli skiptir. Þorgerður Katrín er fyrsti gestur Ólafs Arnarsonar í nýju hlaðvarpi um stjórnmál, Eyjunni á Eyjunni hér á DV.

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Rikisstjórnin.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Rikisstjórnin.mp4

Ég held að þessar skoðanakannanir séu svolítið að lýsa því hvernig þjóðin sér ríkisstjórnina og eins og við höfum verið að benda er ríkisstjórnin búin að gefast upp á verkefninu. Hún er búin að gefast upp á sjálfri sér,“ segir Þorgerður Katrín og bætir því við að þetta dyljist engum sem fylgist með verkum ríkisstjórnarinnar. „Metnaðurinn, eins og ég segi, ef hann einhvern tímann var til staðar þá er hann horfinn.“

Þorgerður segir að árið 2017, eftir róstusama tíma í stjórnmálunum, hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegt að þessi ríkisstjórn yrði mynduð. Nú sé þetta stjórnarsamstarf hins vegar komið langt fram yfir söludag. „Þetta er að verða dýrkeypt fyrir þjóðina þegar þau koma sér ekki saman um stóru málin, hvort sem það er í efnahagsmálum, auðlindamálum, heilbrigðismálum, menntamálum. Stóru málin sitja á hakanum, svo ég tali nú ekki um stóru málin varðandi það hvernig við ætlum að fara inn í framtíðina í umhverfismálum og grænu málunum. Líka í því að tryggja fólkinu okkar orku. Þetta aðgerðaleysi ríkisstjórnarflokkanna og það mun koma aftan að okkur innan fáeinna ára að ekki skuli hafa verið teknar ákvarðanir að neinu marki í orkumálum.“

Þorgerður segir enga aðgerðaáætlun vera til staðar hjá þessari ríkisstjórn og til dæmis sýni allar tölur að í tíð þessarar ríkisstjórnar hafi losun okkar Íslendinga aukist en ekki minnkað. „Aðgerðaáætlunina vantar og það er meðal annars vegna þess að þessir flokkar, þrátt fyrir að vera íhaldsflokkar allir þrír að mínu mati, þá er það þannig að þeir eru líka ólíkir. Þegar jaðrarnir, eins og Vinstri græn annars vegar, og Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar, þurfa að mætast í þessum risastóru málaflokkum, þá eru þeir bara ekki að ná endum saman, þeir eru ekki að ná samkomulagi, og þá er mögulega versta niðurstaðan að gera ekki neitt, því að nei er líka svar. Þau eru ekki að taka þessar erfiðu ákvarðanir við ríkisstjórnarborðið sem ég ætlast til að fólk í þessari stöðu taki.“

Hún segir að sama sé uppi á teningnum í efnahagsmálum – ríkisfjármálunum – og bendir á að Viðreisn hafi varað við því fyrir Covid að ríkið væri rekið með halla og alla forgangsröðun vantaði. „Hvernig standa heimilin núna, og ekki síður fyrirtækin, frammi fyrir þessu ástandi sem við erum með í dag?“ spyr hún. „Þau þurfa að forgangsraða.“

Nú, þegar desember er að hefjast og mikil útgjöld fram undan, þurfa heimilin að forgangsraða, segir Þorgerður. „Þau þurfa að taka þessi erfiðu samtöl við eldhúsborðið. Komumst við í sumarfríð, næsta sumar? Hvað getum við leyft okkur? Þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert. Þar er bara flatur niðurskurður, ekki forgangsraðað í ákveðnum málum og ákveðnar ákvarðanir teknar.

Ég er nú búin að vera lengi í þessum bransa og ég man ekki eftir því að það komi svona ofboðslega fá mál. Oft er það bara fínt að ríkisstjórnir séu ekki að dæla út málum en þetta er fyrst og fremst lýsandi fyrir það ástand að þau koma sér ekki saman um þessi mál. Það er ekkert mál að samþykkja hitt og þetta um hluti í hinu daglega lífi sem litlu máli skipta,“ segir Þorgerður og bætir því við að vandamálið sé að ríkisstjórnin komi sér ekki saman um stóru málin sem skipta máli. „Ég velti fyrir mér hvernig þessi verkstjórn er á stjórnarheimilinu. Hver og einn ráðherra virðist geta gert það sem hann eða hún vill eða hentar. Eitt sem sameinar þau ágætlega er reyndar að þau eru öll mjög æst í blaðamannafundi, æst í alls konar yfirlýsingar og kunna að skipuleggja það vel.“

Hlaðvarpið verður aðgengilegt hér á Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardaginn 2. des.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa afsalað sér forystuhlutverki sínu – gengnir foringjar myndu ekki þekkja flokkinn

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa afsalað sér forystuhlutverki sínu – gengnir foringjar myndu ekki þekkja flokkinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni hlýtur lof fyrir ræktun

Bjarni hlýtur lof fyrir ræktun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 

Björn Jón skrifar: Af grásleppu og „hátignarkomplexum“ VG 
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður einhverju bjargað í Valhöll?

Orðið á götunni: Verður einhverju bjargað í Valhöll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir forstöðumenn Krónunnar 

Nýir forstöðumenn Krónunnar 
Hide picture