fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Eyjan

Þórdís Anna yfir fjármálin hjá 66°Norður

Eyjan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 10:21

Þórdís Anna Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála hjá 66°Norður og hefur þegar hafið störf. Hún kemur til 66°Norður frá Landsvirkjun þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður fjárstýringar síðan í árslok 2021. Fyrir það starfaði Þórdís í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka og þar hjá Icelandair sem forstöðumaður tekjustýringar hjá flugfélaginu.

Þórdís er með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta, Bandaríkjunum og BS gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

,,Það eru virkilega spennandi tímar fram undan hjá 66°Norður og ógrynni af tækifærum. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vexti félagsins í hópi úrvals samstarfsfólks,“ segir Þórdís.

,,Það er ánægjuefni að fá Þórdísi í stjórnendateymi félagsins en hún býr yfir mikilli reynslu af fjármálamörkuðum, bæði hér heima og erlendis, sem mun nýtast vel við efl­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á alþjóðleg­um mörkuðum á komandi árum,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.

Sjóklæðagerðin hf. / 66°Norður er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins og var stofnuð árið 1926 með það fyrir augum að framleiða skjólgóðan fatnað fyrir íslenska sjómenn.

Í dag rekur 66°Norður 13 verslanir í þremur löndum ásamt vefverslunum. Einnig starfrækir fyrirtækið tvær verksmiðjur í Lettlandi. Hjá félaginu starfa um 400 manns í Evrópu og N-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum

Sigríður Andersen: Það eru Framsóknarmenn í öllum flokkum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins