fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sigríður fer frá stafrænni vegferð yfir í sælgætisgerðina

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 11:21

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Nóa Síríusar.  Þóra Gréta Þórisdóttir sem verið hefur tímabundið starfandi forstjóri mun á sama tíma hverfa aftur til fyrri starfa sem fjármálastjóri Nóa Síríusar.

Sigríður Hrefna er með embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Copenhagen Business School. Sigríður hefur víðtæka leiðtogareynslu í ýmsum atvinnugreinum bæði hérlendis og erlendis.

Hún kemur frá Íslandsbanka þar sem hún var framkvæmdastjóri einstaklingssviðs frá 2017 og var þar meðal annars lykilmaður í að byggja upp stafræna vegferð bankans.  Áður var hún framkvæmdastjóri smásölusviðs Olis þar sem hún leiddi mikla umbreytingarvinnu fyrirtækisins á smásölumarkaði.

„Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Sigríði Hrefnu sem forstjóra í okkar öfluga stjórnendateymi, til að leiða áframhaldandi vöxt Nóa Síríusar.  Starfsreynsla hennar og persónulegir eiginleikar falla einstaklega vel að þeirri spennandi vegferð sem framundan er hjá félaginu. Við hlökkum til að vinna með henni ásamt framúrskarandi starfsfólki félagsins í að móta saman framtíð Nóa Síríusar. Á sama tíma vil ég nota tækifærið til að koma á framfæri innilegu þakklæti til Þóru Grétu Þórisdóttur fyrir frábæra forystu í starfi hennar sem starfandi forstjóri síðastliðið hálft ár. Framlag hennar hefur verið mjög mikilvægur þáttur í að viðhalda velgengni fyrirtækisins“ segir Rolf Arnljot Strøm, stjórnarformaður Nói Síríus.

„Nói Siríus er öflugt og rótgróið félag sem hefur þróast með þjóðinni frá því snemma á síðustu öld. Stefna fyrirtækisins er metnaðarfull og hefur það yfir fjölmörgum sterkum vörumerkjum að ráða.  Ég hlakka til að leiða fyrirtækið áfram til framtíðar með þeim framúrskarandi mannauði sem hjá því starfar. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur