fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Ný vending í baráttu Árna við Arion – Greiðslustöðvun í ljósi réttaróvissu

Eyjan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Oddur Þórðarson, fráfarandi forstjóri Marel, greindi í gær frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar í ljósi aðstæðna. Hann stendur nú í hörðum deilum við Arion eftir að bankinn leysti til sín hluta þeirra hlutabréfa sem Árni á í fjárfestingarfyrirtækinu Eyri Invest sem er leiðandi fjárfestir í Marel.

Greindi Árni í yfirlýsingunni í gær frá þeirri afstöðu sinni að aðgerðir bankans séu ekki í samræmi við lög, samninga eða venjur í viðskiptum sem þessum.

Nú greinir Árni frá því að hann hafi fengið samþykkta greiðslustöðvun í ljósi réttaróvissu sem aðgerðir Arion hafi skapað.

„Eins og ég tilkynnti í gær, þá hef ég látið af störfum sem forstjóri Marel eftir 10 ára starf, en áður var ég stjórnarformaður félagsins í átta ár. Samhliða því hef ég nú fengið samþykkta greiðslustöðvun vegna þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arionbanka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt. Eins og fram kom í tilkynningu minni gær, þá tel ég aðgerð bankans hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur. Fyrir liggur að eignir eru vel umfram skuldbindingar þrátt fyrir lækkun á markaðsverði hlutabréfa Marel að undanförnu. Ég hef nú fengið samþykkta greiðslustöðvun til að fá tíma og rúm til að vinna að farsælli og sanngjarnri lausn. Að öðru leyti vísast til tilkynningar minnar í gær.“

Lögmenn Árna hafa mótmælt aðgerðum Arion og tilkynnt málið til Fjármálaeftirlitsins. Ákvað Árni að stíga til hliðar sem forstjóri svo að Marel verði ekki fyrir skaða sökum þessara aðstæðna.

Málið hefur vakið töluverða athygli enda Marel stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins.  Árni átti alls 18,1% í Eyri Invest, og var þar með næststærsti eigandi félagsins. Eyri Invest er eins og áður segir stærsti hluthafi Marel. Árni hafði sett 44 milljón hluta í Eyri Invest til tryggingar láni frá Arion. Bankinn ákvað sem veðhafi í lok október að leysa hlutana til sín. Árni telur þetta útspil úr hófi þar sem hann hafi átt eignir til að standa við skuldbindingar sínar. Bankinn hafi hafnað innnágreiðslu upp á 335 milljónir króna og ákveðið að leysa bréfin frekar til sín.

Greind var frá því í dag að gengi bréfa í Marel hafi lækkað um rúm sex prósent í Kauphöllinni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK