fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ef heimamenn geta ekki svarað spurningunni getur ferðamaðurinn alveg ábyggilega ekki svarað henni, segir Jón Karl Ólafsson

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 14:30

Jón Karl Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má ekki gleymast þegar rætt er um virkjanir og virkjanaframkvæmdir að margar helstu náttúruperlur landsins eru til komnar vegna virkjana, auk þess sem vegakerfið á Íslandi hefur að verulegu leyti byggst upp vegna virkjanaframkvæmda, segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. Hann er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 3
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 3

Það eru allir staðir fallegir,“ segir Jón Karl. „Ég er búinn að koma víða við, var formaður SAF í sex ár eða svo. Ég var þá oft með fundi þar sem menn voru reiðir og spurðu: Af hverju komið þið ekki með ferðamenn hingað? Ég móðgaði menn oft með því að segja: Af hverju ættu þeir að koma? Þá urðu menn mjög reiðir og sögðu: Hvað ertu að koma hér með svona dónaskap? Mitt svar var að segja: Þið eruð alveg að misskilja spurninguna. Ef þið getið ekki svarað þessari spurningu getur ferðamaðurinn ekki svarað henni.

Málið snýst einfaldlega um það hvað er það sem þið eruð að selja. Þá voru svörin oft og tíðum: ja, við erum með hótelið hér og við erum með þetta og hitt. Ég sagði, já, já, en þetta eru allt saman afleiðingar. Það eru engin hótel á t.d. Austurlandi sem eru þannig að fólk segi við sjálft sig, ég varð að fara til Íslands til að sofa á þessu hóteli. En hins vegar eru gríðarleg tækifæri. Á Austurlandi erum við með stærstu manngerðu stíflu í Evrópu, þar er komin mjög falleg leið í kring og þetta fallega stuðlagljúfur sem er beinlínis orðið til vegna framkvæmda.“

Jón Karl segir það oft gleymast þegar talað er um að banna hér virkjanir að þær séu mikill hluti af náttúruperlum Íslands. „Elliðavatn er bara uppistöðulón. Myndi einhver vilja losna við það í dag? Uppbygging vegakerfisins í landinu hefur verið mikið í kringum virkjanaframkvæmdir og fyrir vikið komast ferðamenn á staði sem þeir annars kæmust ekkert á. Menn þurfa auðvitað að sjá þessa hluti í samhengi.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture