fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Segir erlenda ferðamenn ekkert skilja í því að frír aðgangur sé að Geysi – eignarhald ríkisins standi oft í vegi uppbyggingar

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. nóvember 2023 12:00

Jón Karl Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vandi við vöxt ferðaþjónustu hér á landi er að skort hefur á uppbyggingu á ferðamannastöðum, sem sumir hverjir liggja undir skemmdum út af ágangi. Dæmi eru um að einkaaðilar hafi byggt upp góða aðstöðu og hafi gjaldtöku fyrir aðgengi að náttúruperlum hér á landi.

Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson

Jón Karl segir uppbyggingu aðstöðu vera lykilatriði þegar rætt sé um gjaldtöku. Oft og tíðum þegar menn hafi verið að ræða um svona gjaldtöku þá sé byrjað á að segja: já, það þarf að taka gjald, og svo mæti menn í rauðum kraftgöllum með posa og veifa þessu framan í ferðamennina. Svona lagað gangi auðvitað ekki upp.

Þetta er bara svipað og þegar við förum til útlanda. Það er oft gott að setjast bara niður og velta fyrir sér hvernig við ferðumst sjálf. Þetta er ekkert öðruvísi þegar fólk kemur hingað. Þetta fólk er að koma hingað að eigin ósk, það er að koma af því að það hefur eitthvað hingað að sækja og hefur áhuga á að koma hingað og sjá og það býst við að fá hérna ákveðna þjónustu,“ segir Jón Karl. „Og þessi þjónusta felst þá í því að þú komir á ákveðinn stað og þar sé þá búið að byggja upp innviði, leggja gönguleiðir, koma upp salernisaðstöðu og jafnvel veitingaaðstöðu. Þetta er bara eins og þegar þú kemur í þjóðgarð erlendis.“

Jón Karl segir okkur Íslendinga ekki hafa verið alveg á þessari blaðsíðu.“ Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Það er deilt um hvort það eigi yfirleitt að rukka, frjálsan aðgang að landi og fleira og það sem er eiginlega fyndnast af öllu við þetta er að útlendingunum finnst mjög fyndið þegar þeir koma að Geysi og þurfa ekkert að borga inn. Þeir skilja þetta ekki og spyrja bara hvort það sé ekki í lagi með okkur. Þeir eru vanir að þurfa að borga fyrir aðgang að náttúruperlum. Það er bara eðlilegt. Þú gerir það sjálfur þegar þú ert erlendis.“

Hann segir að gera þurfi sömu kröfur til ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina. „Þú þarft auðvitað að fjárfesta fyrst til að geta síðan selt aðgang. Þú ferð ekkert að veiða fisk nema að kaupa skip eða kvóta og það kostar fullt af peningum en svo ferðu að fá þinn arð til baka. Auðvitað er þetta alveg það sama í ferðaþjónustu. Menn þurfa að nálgast þetta af virðingu, líka þeir sem eru að fjárfesta og selja þjónustu.“

Nýlega var Kerið í Grímsnesi selt. Þar hafa einkaaðilar byggt upp aðstöðu fyrir ferðamenn og tekið gjald fyrir aðgang að náttúruperlunni sem var umdeilt í byrjun en vart lengur. Aðrir ferðamannastaðir liggja jafnvel undir skemmdum vegna átroðnings.

Aðspurður um það hver sé ástæðan fyrir því að við eru svona aftarlega á merinni þegar kemur að uppbyggingu ferðamannastaða, segir Jón Karl að ágreiningur milli eigenda sé oft ástæðan. Ríkið sé oft eigandi ásamt landeigendum og ekkert samkomulag um það hver eigi að gera hvað.

Er ríkið vandamál í þessu?

Á endanum er það auðvitað það. Ríkið hreyfir sig svolítið hægt, við getum orðað það þannig. Jafnvel er þetta stundum svolítið sérstakt. Ég veit að einkaaðilar voru að reyna að kaupa upp land við Jökulsárlón sem dæmi, voru búnir að bjóða þar peninga í og ætluðu að byggja upp flotta aðstöðu og höfðu í rauninni ekkert á móti því að láta friðlýsa eins mikið af svæðinu og hægt er  því að friðlýsing getur líka verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. En þá tók ríkið sig til og nýtti sér forkaupsrétt og keypti þetta land frekar en að leyfa einkaaðila að fara inn á það. Síðan eru liðin þrjú eða fjögur ár og ekkert hefur gerst.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Hide picture