Hann var ráðherra á miklum umbrotatímum í bandarískum stjórnmálum og sat hann til dæmis í embætti þegar Víetnam stríðinu lauk. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Le Duc Tho frá Víetnam fyrir viðleitni sína til að binda enda á stríðið. Þá átti hann stóran þátt í að binda enda á Jom kippúr-stríðið, á milli Ísraels og bandalags arabaríkja undir forystu Egypta, haustið 1973.
Kissinger fæddist í Þýskalandi þann 27. maí árið 1923 en fjölskylda hans flúði til Bandaríkjanna árið 1938 þegar Nasistar voru við völd. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla árið 1954 en afskipti hans af stjórnmálum hófust árið 1957 þegar hann varð ráðgjafi Nelsons Rockefeller, fylkisstjóra New York.
Hann varð svo öryggisráðgjafi Nisxons þegar hann var kjörinn forseti árið 1968 og utanríkisráðherra sem fyrr segir árið 1973.