fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 18:34

Írar og Íslendingar lenda saman vegna makríls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunasamtök írskra sjávarútvegsfyrirtækja, IFPO, saka Íslendinga um rányrkju á makríl. Veiðin sé langt yfir sjálfbærnismörkum stofnsins.

Við sjávarútvegsmiðilinn Seafoodsource segir Aodh O´Donnell, framkvæmdastjóri IFPO, að Íslendingar hafi viljandi stundað ofveiði undanfarin tíu ár. Kvótinn sé þrefalt meiri en Írar setja sér.

Á síðasta ársfjórðungi hafi Íslendingar landað 120 þúsund tonnum í norskum höfnum til að framleiða fiskimjöl.

Írskir útgerðarmenn skjálfa

Óformlegar viðræður eru í gangi á milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um fiskveiðar sem gætu leitt til þess að íslensk skip fái að veiða að einhverju marki í fiskveiðilögsögu Evrópusambandslanda, þar á meðal Írlands. The Irish Examiner greindi frá því í október að Charlie McConalogue, landbúnaðarráðherra Írands, hefði opinberað þessar viðræður.

IFPO hafa áhyggjur af því að hleypa Íslendingum inn í sína fiskveiðilögsögu, sem er rík af makríl. En íslensk skip veiða nú þegar makríl alveg upp við mörk hennar. Það er nálægt eyju sem kallast Co Donegal´s Tory eyja.

Patrick Murphy, framkvæmdastjóri fiskveiðisamtakanna SSWFPO, sagði að írskir útgerðarmenn yrðu að fá að vera viðstaddir allar viðræður þessu lútandi. „Ég óttast mjög að það verði samið og að Írland verður það land sem hagnast minnst á samningnum,“ sagði hann.

40 prósent yfir sjálfbærnismörkum

Írar hafa ekki aðeins beint sjónum sínum að því sem þeir kalla ofveiði Íslendinga, heldur einnig Norðmanna og Færeyinga.

O´Donnell sagði að þessar þrjár þjóðir veiddu 40 prósent meira af makríl og lýsu en vísindamenn mæltu með. Þar með væru þessar þrjár þjóðir að ógna sjálfbærni veiðanna í Norður Atlantshafi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda