fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitík einfaldleikans

Eyjan
Laugardaginn 25. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálahreyfingum sem eru hallar undir pólitískar sjónhverfingar hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum sem má að miklu leyti rekja til breyttrar og landamæraminni heimsmyndar, en jafnframt þess að hefðbundnir flokkar frá hægri til vinstri hafa verið værukærir og misst trúverðugleika í huga almúgans sem sér enga praktíska pólitík lengur fyrir eintómu embættismannaveldi.

Fyrir vikið hefur skapast kjörlendi fyrir lýðskrumara og loddara sem taka sér stöðu á meðal almennings og lofa að færa heimsmyndina aftur í sitt gamla far.

Allt verði eins og áður.

Nú síðast reið Frelsisflokkur Hollands feitum hesti frá kjörstöðum landsins, en Geert Wilders, formaður hans um langa hríð hefur ætíð verið bendlaður við öfgahægristefnu í stjórnmálum og lagt mikla fæð á erlent vinnuafl fyrir nú utan að vilja einfaldlega banna múslimatrú í föðurlandi sínu, þótt Hollendingar eigi raunar langa og ljóta sögu af því að níðast á þessum sömu útlendingum í nýlendum sínum víða um álfur.

En þar er raunar stefnan komin, holdi klædd. Hvítur á leik – og hann á líka leikinn. Aðrir litir lífsins eru óþarfir.

„Það hefðbundna, gamla og þreytta er að víkja fyrir pólitík einfaldleikans.“

Það er með Geert Wilders eins og aðra galgopa á evrópsku stjórnmálasviði, að löngum hefur hann verið afgreiddur sem utangátta trúður í tilverunni, en nú ber nýrra við, eins og raunar í fleiri löndum álfunnar, því gömlu flokkarnir sem hafa átt sviðið í manna minnum, geta ekki lengur brosað bara að bellibrögðum þessara stórlyndu stertimenna.

Hvert þingið af öðru stendur frammi fyrir því að viðurkenna að völdin eru líka þessara manna, hvort heldur sem þeir eiga að heita stjórntækir eða ekki, en slíkt og þvílík er kjörfylgi þeirra orðið. Í tilviki Wilders er hann helsti sigurvegari hollensku þingkosninganna með fjórðung þingsæta sem er langt umfram helsta keppinaut flokksins, samstarfsframboð Vinstri grænna og Verkamannaflokksins.

Það hefðbundna, gamla og þreytta er að víkja fyrir pólitík einfaldleikans.

Og þetta er raunar að gerast um allar álfur. Gasprandi galdrakarlarnir skjóta upp höfðinu í Brasilíu og Argentínu, af því að almenningur skilur auðlesin skilaboðin, og ekki þarf heldur að minnast á vindbelginn í Vesturheimi sem líklega snýr aftur í Hvíta húsið áður en langt um líður.

Í austanverðri Evrópu hafa árum saman verið karlar við völd sem þrá það eitt að tími kvenfrelsis og mannréttinda verði færður aftur á síðustu öld – og það þarf ekki karla til, því á Ítalíu gasprar kona um að sýnileiki samkynhneigðra og hinsegin fólks sé skerandi í augum.

Geert Wilders telur sig geta náð því lokamarkmiði sínu að verða „forsætisráðherra allra“. Og í þeim orðum er vísast komin stærsta áskorun sem ábyrgir, framsæknir og frjálslyndir stjórnmálaflokkar standa frammi fyrir á þessari öld. Ætlum við fram eða aftur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!