fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. nóvember 2023 18:00

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutleysið er meginstyrkur embættis umboðsmanns skuldara sem er fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum því að allt sem stofnunin gerir byggir á frjálsum samningum milli kröfuhafa og skjólstæðinga hennar. Mikilvægt er að breyta lögum um greiðsluaðlögun vegna þess að þau voru hönnuð fyrir aðstæður sem ríktu hér eftir hrunið en vandinn í samfélaginu í dag er annars konar. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ásta Sigrún - 1.mp4

Löggjöfin um greiðsluaðlögun er byggð á norskum lögum. Síðan er þetta bara ákveðin þróun og löggjöfin er nú 13 ára og er bara barn síns tíma. Hún varð til í kjölfar hrunsins og er miðuð við yfirveðsettar eignir. Það voru mikið fasteignaeigendur sem voru í vandræðum“, segir Ásta Sigrún.

Hún segir mikla vinnu farna af stað við breytingar á lögum um greiðsluaðlögun sem þegar séu komin inn í samráðsgátt. Eðlilegt sé endurskoða þau því að þau eigi að þjóna samfélaginu og samfélagið breytist. Lögin verði að vera í samræmi við samfélagið hverju sinni.

Vandamálið sem við sjáum núna, þegar nýbúið er að tilkynna um óbreytta stýrivexti er að fólk er ekki að geta borgað af eignunum sínum. Það á í eignunum. Þetta er náttúrlega eitthvað sem við verðum að geta gripið en miðað við gildandi lög getum við það ekki. Við höfum ekki það verkfæri. Í raun og veru miðast þetta allt við yfirveðsettar eignir sem var vandamálið eftir hrun.

Nú erum við búin að vinna með þessi lög í 13 ár og reynslan sýnir okkur að við þurfum að laga þau til. Guðmundir Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur verið mjög áfram um þessar breytingar, sem ég er mjög þakklát fyrir, og við vonum að þetta fari fyrir þingið fljótlega og komist í gegn af því að auðvitað er megin markmiðið að geta hjálpað sem flestum,“ segir hún.

Ásta Sigrún segir að eftir hrunið hafi þjóðin verið í sárum. „Það voru allir reiðir og auðvitað skildi maður það. Þetta embætti var kannski líka svona boxpúði fyrir reiðina en við skildum hana mjög vel og vorum alltaf að gera okkar besta. En það voru margir sem bara komust ekki inn í úrræðið. Og svo var það líka bara væntingastjórnunin. Pólitíkin var dálítið að segja: farið þið bara til umboðsmanns og hann getur hjálpað öllum en auðvitað gátum við það ekkert.“

Hún segir greiðsluaðlögun og raunar allt sem embætti umboðsmanns skuldara geri byggjast á frjálsum samningum. „Í ákveðnum tilvikum er hægt að fara út í nauðarsamninga fyrir dómstólum en grundvöllurinn að því sem við gerum og meginverkefni er þjónusta. Þetta er fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum. Á tímabili var mikil umræða um valdheimildir; á umboðsmaður að hafa einhver þvingunarúrræði eða eitthvað annað. En það eina sem kom var beiting dagsekta þegar við vorum að leita eftir upplýsingum varðandi gengislánin. En þetta er bara eitthvað sem þarf að skoða. Þarna þarf löggjafinn að koma til og kannski hugsa líka um hlutverið því að það sem er kannski meginstyrkleiki okkar stofnunar er þetta hlutleysi.“

Hlaðvarp Markaðarins má nálgast hér á Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardaginn 25. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Hide picture