fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Segir ríkisstjórnina svíkja millistéttina – mestu yfirdráttarvextir heimila síðan í hruninu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sérstakri umræðu sem um áhrif vaxtahækkana á heimilin á Alþingi í vikunni beindi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þremur spurningum til fjármálaráðherra:

  1. Stýrivextir á Íslandi eru rúmlega tvöfaldir á við meðaltal í öðrum háþróuðum ríkjum OECD. Þrátt fyrir það helst verðbólga á Íslandi há með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilin. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur af hálfu Seðlabanka verið sagt hlutlaus um aðgerðir gegn verðbólgu. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að taka aukinn þátt í baráttunni gegn viðvarandi hárri verðbólgu?
  2. Tugþúsundir landsmanna finna fyrir háum vöxtum og ekki síst fólk sem nýlega keypti fasteign og er með hlutfallslega há útgjöld vegna barna og námslána. Hvað ætlar ráðherra að gera til að verja lífskjör þessa hóps? Hvað með aðra hópa sem hafa orðið eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar en finna virkilega fyrir auknum útgjöldum vegna verðbólgu og kostnaði hárra vaxta?
  3. Hvaða aðgerðir hefur ráðherra sett af stað til að bregðast við neikvæðum áhrifum hás vaxtarstigs á nýbyggingu fasteigna og á möguleika fólks til að komast inn á húsnæðismarkað?

Þorbjörg Sigríður fylgdi spurningum sínum úr hlaði með því að segja frá manni sem keypti sína fyrstu íbúð með konunni sinni fyrir tveimur árum. Vextir af húsnæðisláninu ruku svo upp og mánaðarlegar afborganir urðu hærri en þau réðu við. Ungu hjónin hefðu fært sig yfir í verðtryggt lán og sjái nú verðbólguna leggjast ofan á höfuðstólinn. Sjá sparnaðinn sinn fuðra upp. „Gerðu þessu ungu hjón eitthvað rangt? Nei, þau höfðu lagt fyrir og gerðu ráð fyrir að eiga afgang um hver mánaðamót. Þau lentu bara í því að kaupa á vitlausum tíma.

Síðan hafa vextir verið hækkaðir 14 sinnum. Stýrivextir standa í 9,25% og þar má benda á að aldrei hafa fleiri keypt sína fyrstu íbúð en 2020 og 2021. Rúmur fjórðungur lántakenda var með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum þegar vextir byrjuðu að hækka. Í ár munu 4.500 heimili bætast í þennan hóp, þegar þau verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Eina bjargráðið er að flytja sig yfir í sér-íslensk verðtryggð lán. Og núna reynist flestu ungu fólki ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað til.“

Hún benti á að svar ríkisstjórnarinnar þegar heimilin eru að sprengja sig á háum vöxtum sé yfirleitt: „Finnið þið ekki hagvöxtinn? Hagvöxtur á mann er hins vegar lítill. Byggir á að við erum heimsmeistarar í fólksfjölgun. Þess vegna finnur fólk ekki fyrir hagvexti. Fólk sem ekki ræður við afborganir fær líka að heyra að það sé að eignast svo mikið. En fólk sem á eina íbúð borgar ekki af lánum með eignarhluta í íbúðinni og yfirdráttarlán eru í fyrsta sinn komin yfir 100 milljarða. Vextir heimila af yfirdrætti hafa ekki verið meiri síðan í hruninu.“

Þorbjörg Sigríður benti á að kaupmáttur meðallauna hefur sveiflast fjórfalt meira hér á landi á síðustu 20 árum en innan OECD. Óstöðugleikinn geri kjaraviðræður erfiðari en ella og sveiflurnar megi rekja til óstöðugs gjaldmiðils. Val á gjaldmiðli spegli hins vegar pólitískt hagsmunamat. Kerfin eigi að vera fyrir fólkið en ekki öfugt, að fólkið sé til staðar fyrir kerfið, eins og stefna núverandi ríkisstjórnar virðist miðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á