fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Gaman að vera ráðherra

Svarthöfði
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að vera ráðherra á Íslandi. Ekið um í hlýjum bíl hvert sem hugurinn stefnir. Aldrei að skafa rúður og engin hætta á að missa prófið þó menn hafi fengið sér einn á kontórnum eftir erilsaman dag.

Svo gefst líka tóm til ýmislegs þegar setið er í aftursætinu og brunað um borg og bý, ýmist á leið til eða frá vinnu. Það er hægt að hringja í alls konar fólk og leggja línur fyrir næsta dag eða helgina. Og það gefst líka tóm til að breyta stjórnarskránni úr aftursætinu. Það virðist að minnsta kosti hafa verið uppi á teningnum hjá menningar- og viðskiptaráðherra því henni virðist hafa tekist að afmá eignarétt úr stjórnarskránni. Tilefni þessara þörfu breytinga, að mati ráðherrans, er ósköpin sem ganga yfir Grindvíkinga um þessar mundir og að ráðherranum, sem er ekki með bankamál á sinni könnu, finnst ekki ganga nægilega vel að fella niður skuldbindingar Grindvíkinga við banka, aðrar fjármálastofnanir og lífeyrissjóði.

Úr ræðustól Alþingis í gær svaraði ráðherrann fyrirspurn þingmanns svo: „Hæstvirtur þingmaður spyr hvernig ráðherrann ætli að beita sér. Stjórnvöld eru núna í samtali við fjármálastofnanir og ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum sjá aðgerðir í þessari viku sem munu benda til þess og vera þess háttar að fjármála­stofnanir munu sýna fulla samfélagslega ábyrgð. Nú er það svo að fjármála- og efnahags­ráðherra fer með þessi mál í ríkisstjórninni. Hins vegar fer ég með neytendamálin og sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Ég útiloka ekki að það verði bara býsna hressilegt.“

Þetta þykir Svarthöfða býsna hressilegt svar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ráðherrann virðist ætla að þvinga lánastofnanir með hótunum til að gefa eftir rétt sinn skv. 72. grein stjórnarskrár og sennilega ógilda það ákvæði í heilu líki. Svarthöfði taldi fram að þessu að viðlíka orðfæri væri aðeins bundið við stétt handrukkara.

Svarthöfði hefur djúpa samúð með Grindvíkingum. Það er ómögulegt nokkrum manni að setja sig í þeirra spor en bent er á að oft áður hefur komið upp sambærileg staða vegna snjó- og aurflóða þó þeir atburðir hafi verið smærri í sniðum. Myglufaraldur hefur gert húsnæði óíveruhæft – að ekki sé minnst á veggjatítlur. Svarthöfði man ekki til að 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi verið slaufað við þau tilefni. Sambærileg ákvæði eru að auki í Mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að.

Svarthöfði tekur undir með Gylfa Magnússyni, prófessor í hagfræði um að fjármálastofnunum beri ekki skylda til að leysa þennan vanda. Ef á að leysa hann verða stjórnvöld að gera það.

Og ætli þau að leysa hann væri ráð að leysa í leiðinni úr því að þótt gaman sé að vera ráðherra, breytir maður ekki stjórnarskránni úr aftursæti ráðherrabifreiðarinnar svo bindandi sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
26.09.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
22.09.2024

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur