fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Segir Fannar Jónasson líklegan til að endurreisa Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi – ráðherrastóll blasi við honum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 16:30

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttfari á Hringbraut telur að Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, geti endurreist Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og gert hann að forystuafli á ný með því að leiða flokkinn í kjördæminu í næstu kosningum. Hann telur að Fannar muni gera góða hluti á þingi og sér hann fyrir sér sem ráðherra.

Undir pistli Náttfara stendur nafn Ólafs Arnarsonar. Hann segir Fannar hafa sýnt enn á ný að hann sé alvöru leiðtogi sem heldur ró sinni við erfiðar aðstæður og falli ekki í þann pytt sem sumir þingmenn og jafnvel ráðherra hafi fallið í með ódýrum upphrópunum og hræsnisfullum yfirlýsingum vegna hamfaranna á Reykjanesi.

Framkoma Fannars í þeim hamförum sem dunið hafa á Grindvíkingum með þremur eldgosum frá vorinu 2021, og svo þeim náttúruhamförum sem nú standa yfir, hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann sýnir fagmennsku og yfirvegun í störfum sínum og virðist vera algerlega laus við þá hvimleiðu athyglissýki sem skín af mörgum ráðherrum og alþingismönnum í fjölmiðlum þessa dagana.“

Ólafur telur einsýnt að kjósendur í kjördæminu muni kalla eftir Fannari inn á Alþingi og sem fyrst í ríkisstjórn. Sár vöntun sé á hæfu fólki á þingi. „Er ekki talað um að u.þ.b. einn þriðji hluti þingmanna geti talist hæfur til að eiga sæti á löggjafarsamkomunni? Fannar Jónasson myndi lyfta meðaltalinu á Alþingi umtalsvert.“

Ólafur rifjar upp að Fannar starfaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Hellu hér á árum áður og þekki því vel til á Suðurlandi. Þá hafi hann gegnt stöðu bæjarstjóra í Grindavík með sóma á miklum óvissutímum og njóti virðingar um öll Suðurnes. Telur hann einsýnt að Fannar bæri sigur úr bítum í prófkjöri enda njóti hann nú virðingar á landsvísu vegna starfa sinna.

Hann bendir á að fylgi flokksins í Suðurkjördæmi hefur hrunið um þriðjung frá því að Árni Mathiesen leiddi listann þar í þingkosningunum 2007.

Með Fannar Jónasson í efsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í næstu þingkosningum væri flokkurinn til alls líklegur. Annars ekki.“

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins