fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Bankarnir skoða frekari aðgerðir: „Hug­ur okk­ar allra er hjá Grind­vík­ing­um“ 

Eyjan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóru viðskiptabankarnir skoða nú með hvaða hætti þeir geta komið betur til móts við íbúa Grindavíkur en þegar hefur verið boðað. Bankarnir hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að bjóðast eingöngu til að frysta lán en með því myndu vextir og verðbætur bætast ofan á höfuðstólinn.

Morgunblaðið segir frá því í dag að bankarnir skoði nú aðgerðir og voru fulltrúar fjármálastofnana og stjórnvalda á fundum um helgina vegna málsins.

Í svari Íslandsbanka segir meðal annars:

„Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum og bankarnir hafa fullan hug á að koma til móts við bæjarbúa með sanngjörnum hætti. Óvissan er ennþá mikil eins og fram hefur komið og mikilvægt að vanda til verka. Niðurfelling á vöxtum og verðbótum er meðal þess sem verið er að skoða.“

Svipaða sögu er að segja af Arion banka og Landsbankanum.

Í frétt Morgunblaðsins segir að jákvæður andi hafi verið á fundunum en ljóst sé að flókið sé að móta fullbúinn aðgerðapakka þar sem hamfarirnar eru enn yfirstandandi. Óvíst sé hvert tjónið er og hvar það endar.

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að hún ætti von á að sjá aðgerðir í þessari viku um samfélagslega ábyrgð bankanna.

„Nú er það svo að fjármála- og efnahagsráðherra fer með þessi mál í ríkisstjórninni. Hins vegar fer ég með neytendamálin og sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Ég útiloka ekki að það verði bara býsna hressilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“