fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Höfnuðu tækifærinu að kaupa fjölmiðlareksturinn

Eyjan
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engum dylst að fjölmiðlarekstur á þessu landi er erfiður og leggst þar margt til. Undantekning þess er þó Ríkisútvarpið sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eiga fyrir launum starfsmanna eða kostnaði við efniskaup. Peningar fyrir því öllu eru millifærðir á reikning stofnunarinnar mánaðarlega úr ríkissjóði.

Það skyldi því engan undra að aðrir sem standa í fjölmiðlarekstri leiti leiða til að hagræða eða jafnvel koma sér út úr honum.

Sífellt verður nú háværari orðrómur í fjölmiðlaheimi hér að Sýn leiti logandi ljósi að einhverjum sem væri tilbúinn að taka yfir fjölmiðlahluta fyrirtækisins. Þar eru á ferðinni margar af vinsælustu útvarpsstöðvum landsins svo sem Bylgjan, FM957, X977 og fleiri. Þar er líka innanborðs mest lesni vefur landsins, visir.is. Þessir miðlar skila góðum tekjum og eru reknir með einhverjum hagnaði. Hins vegar er þyngsti farangurinn í formi Stöðvar 2 og ekki síst fréttastofunni sem varpar fréttum sínum í gegnum Stöð 2 og Bylgjuna. Með þeirri starfsemi eru greiddar stórar fjárhæðir árlega, svo hundruðum milljóna skiptir og skilar því að fjölmiðlahluti fyrirtækisins er rekinn með tapi.

Sá kvittur gengur fjöllum hærra í þessum efnum að nýlega hafi Síminn hafnað að kaupa fjölmiðlahluta Sýnar eftir ítarlega skoðun.

Nú liggur fyrir að bæði Sýn og Síminn eru skráð félög á Kauphöll og því engar líkur á að fyrirsvarsmenn þeirra tjái sig um viðræður eða þreifingar í þessa veru, úr því ekkert varð úr viðskiptunum.

Eftir því sem skrafað er heldur Sýn því áfram að finna leiðir til að losa sig úr fjölmiðlarekstri alfarið eða finna samstarfsaðila sem gæti hjálpað til við að slíta reksturinn frá annars arðbærum rekstri Sýnar.

Fremur stutt er síðan að sú saga gekk að stjórnendur Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti útvarpsstöðinni K100, við nokkuð takmarkaðar undirtektir útvarpshlustenda, hafi leitað eftir kaupum útvarpsstöðva Sýnar til að freista þess að koma upp hagkvæmum og ábatasömum útvarpsrekstri en á því hafi strandað að þau viðskipti hefðu ekki bundið endi á fjölmiðlarekstrarvanda Sýnar. Því varð ekki meira úr þeim þreifingum.

Jafnvel hafi Árvakursmenn nefnt í sömu andrá kaup á visi.is, en hafi einhverjir fylgst með afgreiðslu Samkeppniseftirlits á Gunnars-majónesi, þá sjá þeir sömu að hugmyndir um að mbl.is og visir.is fari undir sama hatt eru fráleitar.

Enn íþyngja því fjölmiðlar Sýnar rekstri félagsins um sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi