fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Óvæntar sameiningarviðræður Húnabyggðar og Skagabyggðar – Skagaströnd skilin eftir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 16:30

Húnabyggð er rauð og Skagabyggð græn á kortinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn Skagabyggðar í Austur-Húnavatnssýslu hefur samþykkt að hefja samtal um sameiningu sveitarfélagsins við Húnabyggð. Áður hafði frekar verið búist við því að Skagabyggð myndi sameinast Skagaströnd, enda liggur sveitarfélagið bæði norðan og sunnan við hana.

Staðarmiðillinn Húnahornið greinir frá þessu.

Segir þar að starfshópur um sameiningarvalkosti Skagabyggðar hafi skilað niðurstöðu og Húnabyggð orðið ofan á. Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur einnig samþykkt að hefja samtal.

Kosið var í júní árið 2021 um sameiningu allra sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu. Hún var samþykkt í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi en felld í Skagabyggð og Skagaströnd. Var andstaðan mest á Skagaströnd.

Seinna samþykktu íbúar tveggja fyrrnefndu sveitarfélaganna að sameinast í Húnabyggð. Um haustið var gerð könnun á vilja íbúa Skagabyggðar og Skagastrandar að sameinast. Stuðningurinn var yfir 90 prósent á Skagaströnd, þar sem búa um 500 manns, en rétt rúmlega helmingur í Skagabyggð, þar sem búa innan við 100.

Viðræður úti um allt

Mikil gerjun er í sameiningarmálum þessi misserin. Nýverið samþykktu íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sameiningu. Á Vestfjörðum hefur Árneshreppur einnig óskað eftir sameiningarviðræðum og bæði Strandabyggð og Ísafjarðarbær brugðist jákvætt við erindinu.

Margt er í gangi í sameiningarmálum og ein tillaga hefur þegar verið samþykkt á kjörtímabilinu.

Á Vesturlandi hafa Borgarbyggð og Skorradalshreppur ákveðið að hefja samtal um sameiningu. Sveitarstjórn Dalabyggðar skoðar einnig kosti, austur til Húnaþings vestra eða vestur til Stykkishólmsbæjar eða jafnvel norður til Stranda.

Í Eyjafirði hafa fulltrúar Svalbarðsstrandarhrepps látið gera valkostagreiningu og kannað hug íbúa. Vilja flestir hefja viðræður við Eyjafjarðarsveit um sameiningu.

Á Reykjanesi voru hafnar þreifingar af hálfu sveitarfélagsins Voga um sameiningu, einkum við Grindavíkurbæ. Af skiljanlegum ástæðum er það ekki líklegt í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri

Telur að forsetakosningarnar geti endað með stórsigri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“