fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Megranir

Eyjan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með vaxandi aldri og vanheilsu hef ég bætt á mig aukakílóum. Jakkaföt og skyrtur sem einu sinni pössuðu ágætlega eru orðin nokkrum númerum of lítil. Þetta veldur mér stundum hugarangri og bræðisköstum. Mér finnst erfitt að horfa í spegilinn en erfiðast er þó að ofþyngd kallar yfir mig ótrúlegan fjölda af megrunarsérfræðingum. Þeir eru ófeimnir við að gefa óumbeðin ráð.

Ég var hjá lækni um daginn sem sagði mér alla sína megrunarsögu. Honum tókst að losa sig við eitt kíló í viku í 40 vikur með sjálfsaga og heilbrigðri skynsemi. „Allt annað líf! Vilji er allt sem þarf,“ sagði hann dapurlega. Það er setning sem úrræðagóðir ráðgjafar nota mikið. Þeim er í mun að sannfæra viðmælendur sína um eiginn viljastyrk. Feita fólkið er viljalaust og étur á sig gat en með viljann einan að vopni tókst þeim sjálfum að sigrast á fitudraugnum. „Ég borða bara grænmeti,“ sagði kona sem hafði lést um skrilljón kíló. Annar dró upp símann sinn með megrunarappi sem sagði honum nákvæmlega hvað hann hefði látið margar kaloríur ofan í sig. „Ég bara bókfæri allt sem ég borða og appið segir mér fyrir verkum. Þetta hefst með viljanum.“ Síðan koma öll þessi venjulegu ráð að fá sér einu sinni á diskinn, hreyfa sig meira og borða minna. Menn eru reyndar hættir að ráðleggja megrunarduft sem flutt var inn í skipsförmum á liðinni öld með sáralitlum árangri.

Yfirþyngd er ákaflega flókið samspil umhverfisþátta og erfða. Reyndar hafa rannsakendur komist að raun um að nokkur aukakíló séu bara heilsusamleg. Á hinn bóginn er full ástæða til að megra sig til að losna við alla megrunarsérfræðingana úr lífi sínu og þurfa ekki að hlusta á sögur af hetjumegrunum með viljann einan að vopni. Egill afi minn Skallagrímsson sagði stundum: „Betra er digur en dapur af megrunarmeðvitund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“

Sigmundur Ernir skrifar: „Krísa íslenskrar pólitíkur leikur íhaldið jafn grátt og ysta vinstrið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið
EyjanFastir pennar
15.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
EyjanFastir pennar
14.06.2024

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi

Svarthöfði skrifar: Þess vegna er Viðreisn í bjórfylgi
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun

Sigmundur Ernir skrifar: Drög að ferðamannamengun
EyjanFastir pennar
08.06.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar

Óttar Guðmundsson skrifar: Eftir kosningar