fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Svava Johansen er fljót að lesa fólk og hefur næmt auga fyrir hæfileikum þess – horfir gjarnan til stjörnumerkjanna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. nóvember 2023 18:00

Svava Johansen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svava Johansen, forstjóri NTC tískuvörukeðjunnar, segist vera svo lánsöm að vera með mikið af mjög hæfu fólki í vinnu sem hafi gott og næmt auga fyrir tískunni og því sé hún órög við að láta starfsfólkið í verslunum sjá um innkaup fyrir þær. Hún segist vera snögg að lesa fólk og lykillinn sé að setja saman góða hópa sem vinni vel saman. Margir hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu og algengt  Svava er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Svava Johansen - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Svava Johansen - 1.mp4

Við erum náttúrlega tískuvörufyrirtæki og við erum með mjög mikið af góðu starfsfólki sem hefur næmt auga,“ segir Svava. „Mitt starf í byrjun var að sjá bara alfarið um þetta. Síðan er að byggja upp úr einni verslun í svona margar þá er það að ráða einmitt fólk sem hefur þetta næma auga. Þar höfum við verið mjög heppin. Fólk hefur verið hjá okkur mjög lengi. Sumir hafa byrjað kannski tvítugir og verið hjá okkur í 10 ár og farið í burtu og komið svo aftur. þetta eru eiginlega bara mjög margir. Fara kannski í 20 ár út í lifið og gera eitthvað annað sen svo blundar alltaf þessi áhugi í kringum tísku og fataviðskipti. Við höfum verið mjög heppin, Við erum með mjög mikið af hæfileikaríku fólki á þessu sviði.“

Þannig að þú ert ekkert rög við að fela þínu fólki innkaupin og að velja það sem á að kaupa inn?

Nei, ekki þegar ég finn að ég er með rétta fólkið. Ég er með mjög næmt auga og tilfinningu fyrir því og er fljót að lesa fólk. Ég hef reyndar mjög gaman af öllum stjörnumerkjum og allri speki í kringum þau þannig að ég greini fólk mjög hratt,“ segir Svava og skellir upp úr. „Ég hef alltaf haft þennan áhuga. Ég set saman réttu hópana til að vinna saman og ef það gengur ekki upp þarf að bregðast hratt við.“

Svava segist í dag sjá um innkaup að vissu leyti en að frá NTC fari 16 manns á sýningarnar í Kaupmannahöfn á vorin og haustin. „Við verslum mest við Skandinavíu, þetta er stór hópur og valinn aðili fyrir hverja verslun.“

En svo við komum aftur að ykkar eigin framleiðslu, er það ykkar eigin hönnun líka.

Já, það er okkar eigin hönnun og við höfum líka verið í samstarfi við hönnuði hér á Íslandi og gert línu með þeim og eins áhrifavöldum. Það hefur verið mjög skemmtilegt samstarf og við höfum unnið með ábyggilega 6-8 aðilum sem koma að línunni okkar. En svo erum við líka með hönnuði sjálf og framleiðum vinsælar vörur. Við erum í raun ekki með eiginlega fatalínu en við erum með mjög vinsælar vörur. Við framleiðum mjög vinsælar vörur sem við teljum að vanti inn í okkar línur.“

Svava segir þetta vera ólíkt því þegar Wathne systur keyptu nýjustu tískuvörur á tískusýningum í New York og París og létu framleiða fyrir sig sams konar vörur í Asíu og seldu í verslanir í Bandaríkjunum á miklu lægra verði en sett var á flíkurnar frá hátískuhúsunum. „Wathne systur voru á undan sinni samtíð,“ segir Svava. „Þetta er að vissu leyti það sem H&M og Zara eru að gera í dag; koma með svipaðar vörur og stór tískuhús eru með. Wathne systur voru bara á undan sinni samtíð. Fólk vill fylgja tískunni og straumunum en það hafa ekki allir þennan pening sem þarf til að kaupa dýr merki frá t.d. Louis Vuitton eða Gucci eða Burberrys en fólk vill samt fá svipaðar flíkur og þar koma Zara og H&M sterkt inn,“ segir Svava og bætir við að þetta sé ein leið til að fleiri geti notið tískunnar.

Svava ræðir um þær miklu breytingar sem orðið hafa í tískubransanum frá því að hún hóf feril sinn í versluninni Sautján sem 17 ára nemi í Versló, þegar ekkert internet var og það sem var selt í versluninni var tískan á Íslandi. Nú er mikil samkeppni, bæði innlend og erlend, auk þess sem netið hefur komið til sögunnar og í stað erlendra vörulista eru komnar erlendar netverslanir sem herja af krafti á Ísland og aðra markaði, Hún hefur samt trú á því að netið komi aldrei í stað þess að fara í búð, þreifa á vörunni og fá góð ræða frá sérfróðu starfsfólki. Þetta og margt fleira.

Þátturinn með Svövu verður aðgengilegur hér á Eyjunni kl. 12 á hádegi á morgun, laugardaginn 18. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Hide picture