fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hamfarir, skattar og pólitík

Eyjan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lög um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesi voru samþykkt samhljóða á Alþingi í byrjun vikunnar. Í umræðum um frumvarpið reis þó ágreiningur um sérstaka skattheimtu í því skyni.

Afstaða Alþingis endurspeglar mikilvægan samhug með Grindvíkingum, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Hitt er ofur eðlilegt að ólík sjónarmið komi fram um forvarnaraðgerðir eins og þær, sem nýju lögin snúast um og hvernig afla á fjár til slíkra framkvæmda.

Nú getur Björn ekki staðið að baki Kára

Þegar náttúruhamfarir af þessari stærðargráðu eiga sér stað er nánast útilokað að bregðast rétt við í öllum tilvikum. Atburðarásin fram til þessa hefur eigi að síður sýnt mikinn styrk vísindasamfélagsins og gott skipulag almannavarna.

En fram hjá hinu verður ekki horft að við erum á þriðja ári náttúruhamfara, sem jarðvísindamenn ætla að muni standa á Reykjanesi í áratugi. Sú vitneskja kallar líka á pólitíska stefnumótun.

Nýju lögin og undirbúningur þeirra af hálfu ríkisstjórnarinnar ber þess aftur á móti merki að hún ætli í verulegum mæli að velta pólitískum álitaefnum yfir á herðar sérfræðinga.

Í heimsfaraldrinum gat ríkisstjórnin staðið að baki sérfræðinga eins og Björn stóð að baki Kára eftir Njálsbrennu. Þetta verkefni er annarrar náttúru.

Pólitísk stefnumótun

Vandinn er sá að það vakna fjölmargar spurningar, sem kalla á pólitískt mat. Er til að mynda rétt að verja fjármunum í varnir innviða án þess að yfirvofandi hætta sé fyrir hendi og án þess að víst sé að þær komi að haldi eða á þær reyni?

Svarið er ekki sjálfgefið. En spurningin kallar á pólitíska umræðu og á endanum á pólitíska afstöðu. Hér hvílir frumkvæðisskyldan á ríkisstjórninni. Sérfræðingarnir leggja til forsendur slíkrar umræðu en pólitíkin verður að marka stefnuna.

Í ljósi þeirrar vitneskju sem þegar liggur fyrir gæti verið rétt að ríkisstjórnin legði fyrir Alþingi almenna leiðbeinandi stefnu til langs tíma um varnir innviða á Reykjanesi.

Ónógur undirbúningur

Hvernig á að fjármagna varnir innviða þegar við blasir að náttúruhamfarir á Reykjanesi geti staðið í áratugi? Þetta er ein af stærstu spurningunum, sem pólitíkin getur ekki skilið eftir hjá sérfræðingum.

Tímabundin skuldasöfnun eins og í heimsfaraldrinum er heldur ekki skynsamlegur kostur í þessari stöðu.

Ríkisstjórnin hefur haft hátt í þrjú ár til að hugsa fyrir fjáröflun í þessu skyni. Frumvarp hennar bar þess hins vegar merki að hún hefur ekki gefið þessu stóra álitaefni mikinn gaum. Þetta virkar á marga, sem utan við standa, eins og ríkisstjórnin hafi líka beðið eftir tillögum frá ríkislögreglustjóra um fjáröflun.

Að því leyti voru margar athugasemdir stjórnarandstöðunnar í umræðum á Alþingi réttmætar. Að réttu lagi hefði ríkisstjórnin átt að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna fyrir tveimur árum um möguleika á pólitískri samstöðu um fjáröflun.

Snúið verkefni

Þegar horft er á heildarmyndina er fjáröflun ríkisstjórnarinnar í nýju lögunum ekki upp í nös á ketti. Í ljósi þess langa undirbúningstíma, sem ríkisstjórnin hefur haft, bendir flest til að hún sé annað hvort að draga í lengstu lög að leggja spilin á borð kjósenda eða að bíða eftir að sérfræðingar leysi málið fyrir hana.

Þeir atburðir sem þegar eru orðnir og það sem við blasir næstu áratugi er af þeirri stærðargráðu að það hefur veruleg áhrif á búskap þjóðarinnar. Hún þarf öll að bera þyngri byrðar. Stóra spurningin er: Hvernig verður þeim réttlátlega deilt niður? Þar skilar ríkisstjórnin auðu.

Verkefnið er vissulega snúið þegar til þess er horft að Ísland er þegar í hópi þeirra ríkja sem gengur lengst í skattheimtu. Því fremur hefði ríkisstjórnin þurft að nota betur þann þriggja ára fyrirvara, sem hún hefur haft.

Það verður líka fróðlegt að sjá hvernig þeir flokkar, sem boða gífurlegar skattahækkanir eftir næstu kosningar, bregðast við þessum aðstæðum. Eiga þau skattheimtuáform að koma til viðbótar? Það þarf líka að kalla eftir svörum við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin