fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Loksins kom skjaldborgin – skjaldborg heimilanna um fyrirtæki auðmanna

Svarthöfði
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfða er í fersku minni er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hugðist slá skjaldborg um heimilin sem urðu fyrir alvarlegum áföllum í hruninu fyrir 15 árum. Leið og beið en aldrei bólaði neitt á skjaldborginni.

Raunar minnist Svarthöfði þess að einhverjir voru svo ófyrirleitnir að tala um að í stað þess að slegið hefði verið skjaldborg um heimilin hefði verið gefið skotleyfi á þau. En svo mikið er víst að engin birtist skjaldborgin þegar heimilin í landinu voru undir.

Hvað um það. Liðin eru nær 15 ár og aldrei birtist skjaldborgin. Ekki fyrr en nú í þessari viku. Og, kannski ekki skjaldborg heldur meira eins og varnargarðar og ekki kannski heldur um heimilin en heimilin eru þó ekki með öllu afskipt í þessu, þau fá að vera með vegna þess að þau fá að borga fyrir skjaldborgina sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að slá um eitt arðbærasta fyrirtæki landsins, HS Orku.

Það liðu sumsé 15 ár frá því að slá átti skjaldborgina um heimilin þar til heimilin loks sáu skjaldborg í því formi að þeim var sendur reikningur fyrir varnargörðunum sem eiga að verja mannvirki HS Orku við Svartsengi fyrir glóandi hrauni sem getur mögulega runnið þar þegar og ef til þess kemur að jörð í eða við Grindavík fer að spúa eldi.

Nú er Svarthöfði raunsæismaður og gerir sér glögga grein fyrir því að vitaskuld er afar mikilvægt að verja virkjanir og leiðslur gegn náttúruöflunum. Það varðar ríka hagsmuni almennings í landinu. Hann tekur hatt sinn ofan fyrir forsætisráðherra og hennar drífandi ríkisstjórn fyrir leiftursnögg viðbrögð. Menn verða að gera sér grein fyrir því það er ekki fyrir aðra en afreksfólk að bregðast við og lögleiða neyðaraðgerðir gegn mikilli náttúruvá á dagparti. Ekki má vanmeta það að einungis eru liðin tvö og hálft ár frá því jarðvísindamenn kváðu upp úr um að áratuga- eða jafnvel aldalangt jarðeldatímabil sé nú hafið á Reykjanesskaga.

Svarthöfði er eilítið hugsi yfir því að ríkisstjórnin, jafn rösk og hún nú er til verka, hafi ekki gert nóg á mánudagskvöldið. Varla stendur ráðherrum ríkisstjórnarinnar á sama um myndarlega fjárfestingu Samherja í landkvíaeldi við Grindavík. Ekkert hefur verið minnst á þau mannvirki í þessari umræðu. Ekki skal því trúað að ráðamenn ætlist til að Samherji sjái bara um sig sjálfur fari hraun að renna í átt að landkvíunum. Svarthöfði treystir því að ríkisstjórnin bregðist skjótt við og slái skjaldborg um þetta óskabarn þjóðarinnar. Hægðarleikur einn ætti að vera fyrir stjórn og stjórnarandstöðu að sameinast eitthvert kvöldið um að hækka fasteignaskattana á heimilin eitthvað örlítið til að verja Samherja.

Svarthöfði bendir á að velsæld almennings á Íslandi byggist á því að hér byggist upp sterk fyrirtæki í undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar, fyrirtæki sem hafa burði til að tryggja traustar arðgreiðslur til eigenda sinna og hindrunarlausan tilflutning eigna milli kynslóða án óþarfa afskipta ríkisins og skattmanns. Allt er þetta nú einu sinni í þágu heimilanna, almennings sem hlýtur að axla viljugur meiri byrðar í þágu öflugs atvinnulífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!