fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Lífeyrissjóðirnir munu standa við bakið á Grindvíkingum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:07

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrissjóðirnir munu vinna með sjóðsfélögum sem ekki geta staðið í skilum með afborganir lána sinna hjá sjóðunum af völdum náttúruhamfaranna á Reykjanesi og finna úrræði við hæfi hvers og eins.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða sendi í morgun frá sér tilkynningu með hvatningu til sjóðfélaga sem ekki geta staðið í skilum með afborganir af sjóðfélagalánum vegna tekjufalls af völdum náttúruhamfara á Reykjanesi um að leita til sinna lífeyrissjóða og fá upplýsingar um þau úrræði sem þeim kunni að standa til boða.

Í tilkynningunni segir m.a.: „Lífeyrissjóðir hafa áður brugðist við efnahagslegum áföllum með því að aðstoða sjóðfélaga sína á erfiðleikatímum. Nægir að vísa til viðbragða vegna COVID-faraldursins og þar áður efnahagshrunsins.

Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur á erfiðleika- og óvissutímum. Hugur okkar er hjá þeim sem óvænt lentu í umfangsmiklum og skyndilegum erfiðleikum vegna hamfara náttúrunnar.“

Í samtali við Eyjuna segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, að hver sjóður setji sér sínar reglur varðandi aðstæður sem þessar en almenna reglan sé að reynt sé að horfa á hvert tilvik fyrir sig og finna lausn sem hentar viðkomandi. Í Covid og hruninu hafi t.d. lenging lána og greiðslufrestur verið meðal úrræða sem í boði voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?