fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Katrín segir eignarhald ekki skipta höfuðmáli

Eyjan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var meðal annars spurð út í fjármögnun aðgerða til varnar innviðum á Reykjanesi og skort á þátttöku stöndugra einkafyrirtækja, HS orku og Bláa lónsins, í þeim.

Alþingi samþykkti lagafrumvarp um verndun innviða á Reykjanesi í gærkvöldi en það felur m.a. í sér leyfi til byggingar varnargarða og þegar hefur verið ráðist í byggingu varnargarðs sem ekki er síst ætlaður til að verja orkuverið í Svartsengi. Útgjöld vegna varnargarðsins og annarra úrræða sem leiða af frumvarpinu verða fjármögnuð með sérstökum skatti á fasteignir í landinu. Stjórnarandstaðan á þingi vildi fremur að leitað yrði í þá sjóði hins opinbera sem til staðar fremur en að leggja gjaldið á. Einnig hefur verið gagnrýnt hefur verið að HS Orka og Bláa lónið sem hafa bæði skilað miklum hagnaði undanfarin ár taki ekki þátt í fjármögnuninni í ljósi þess að mannvirki í þeirra eigu munu njóta góðs af varnargarðinum. Stjórnarandstaðan á þingi vildi fremur að leitað yrði í þá sjóði hins opinbera

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði meðal annars í sinni fyrirspurn:

„Við vorum í gær að samþykkja neyðarlög um uppbyggingu varnargarða í Svartsengi til að verja einkafyrirtæki gegn hugsanlegu eldgosi með tilheyrandi hraunflóði. Þarna er um fjársterk fyrirtæki að ræða sem hafa greitt sér milljarða í arð en hitaveita fyrir 30.000 íbúa á Suðurnesjum er það sem þarf að bjarga. Við í Flokki fólksins vorum á móti því að ný skattheimta væri sett á heimilin í landinu vegna þessa og töldum að frekar ætti að nota milljarðatugi í varasjóðnum til þess en yfir 30 milljarðar eru í honum nú þegar og eru t.d. ætlaðir í svona hamfarir.“

Segir mjög alvarlegt að verja ekki innviðina eingöngu vegna eignarhalds

Katrín sagði það sína skoðun að fyrirtæki eins og HS Orka sem sæi íbúum fyrir vatni og rafmagni ætti almennt að vera í opinberri eigu en það breytti ekki skyldu stjórnvalda að verja slíka innviði:

„Það breytir því ekki að þetta fyrirtæki sér 30.000 manna samfélagi fyrir gríðarlega mikilvægum innviðum. Og ég ætla bara að fá að ítreka það hér að 30.000 manna samfélag án hitaveitu, án rafmagns — það væri bara einfaldlega mjög alvarlegt ef stjórnvöld og Alþingi tækju ekki á því að gera það sem þau geta til að verja slíka innviði óháð eignarhaldi. Svo getum við deilt um eignarhaldið og ég hef mínar skoðanir á því og allir hér í þessum sal þekkja hana. En þetta er okkar skylda gagnvart íbúum á svæðinu.“

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu hvort það hafi komið til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar að óska eftir sérstöku framlagi frá HS Orku til að standa straum af kostnaði af uppbyggingu varnargarðsins með einum eða öðrum hætti.

Katrín svaraði því til að frumvarpið væri unnið á miklum hraða:

„Niðurstaða okkar var að fara í raun og veru sambærilega leið og við ofanflóðasjóð, þ.e. að leggja þetta lága gjald á allar brunatryggðar húseignir til að standa undir þessari framkvæmd sem fyrst og fremst snýst um orkuverið í Svartsengi. Vissulega er það, og vafalaust, stöndugt fyrirtæki, en eins og ég sagði hér áðan og mér finnst mikilvægt að ítreka, finnst mér við kannski vera komin í umræðu um það hvort við viljum að slíkir innviðir séu í opinberri eigu eða ekki. Það er mikilvæg umræða en það breytir því ekki að þetta er staðan eins og hún er. Þetta einkafyrirtæki sér þessum 30.000 íbúum fyrir rafmagni og hita og tjónið af því ef þetta orkuver fer úr virkni er alveg gríðarlegt.“

Katrín sagði ráðstafanirnar fyrst og fremst hugsaðar til að verja orkuverið í Svartsengi en svo vilji til að Bláa lónið sé þar skammt frá:

„Síðan vill svo til að þarna er annað fyrirtæki sem landfræðilega liggur upp að þessu orkuveri og ég vil bara segja það skýrt hér að það er auðvitað ekki metið út frá sama þjóðhagslega mikilvægi og orkuverið. Hins vegar liggur það þar sem það liggur — ég er auðvitað að vísa í Bláa lónið — og lega varnargarðanna verður auðvitað að ráðast af þeirri landafræði sem við erum stödd í. Mér finnst mikilvægt að halda því til haga, af því að einhverjir háttvirtir þingmenn hafa rætt um þetta sem sérstaka varnaraðgerð fyrir þennan ágæta ferðamannastað, að auðvitað snýst þessi aðgerð um orkuverið og hún snýst um rafmagn og hita fyrir 30.000 manns.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”