fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Eyjan

Afköstin aukast í heimavinnu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert að því að vinna heima nokkrum sinnum í mánuði. Þú gætir jafnvel afkastað meiru en kollegi þinn, sem mætir á skrifstofuna alla daga, ef marka má nýja könnun. 
Í kjölfar COVID-19 héldu margir að starfsfólk mundi flykkjast á skrifstofuna í  unnvörpum. „Um leið var talið að áframhaldandi heimavinna starfsfólks mundi bara draga úr framleiðni. Heimavinnan í COVID-19 væri því aðeins tímabundið ástand og þeir sem væru ekki á skrifstofunni væru bara að svíkjast um! Raunin er nú allt önnur,“ segir Gísli Þorsteinsson sérfræðingur í fjarvinnulausnum hjá Opnum kerfum. 
 
„Kannanir sýna að heimavinnandi fólk er í sumum tilvikum enn afkastameira en þeir sem eru á skrifstofunni, að sögn tölvuframleiðandans HP. Í könnun sem þeir gerðu kemur fram að 77% starfsfólks sem vinnur að heiman nokkrum sinnum í mánuði sýnir fram á aukna afkastagetu,“ segir Gísli.
Gísli Þorsteinsson, viðskipta- og vörustjóri hjá Opnum kerfum.
 

Betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Heimavinnan, eða blönduð vinna, dregur einnig úr ferðum til og frá skrifstofu. Hún getur því verið umhverfisvænni og skapað sparnað fyrir starfsmanninn. Þá skilar heimavinnan betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs, að sögn Gísla. 

„Björninn er þó ekki unninn þó að fólk geti fengið sveigjanleika og unnið annað hvort á skrifstofunni eða að heiman. Margir munu sakna vinnufélaganna. Þá ríður á að fyrirtæki getið boðið starfsfólki viðeigandi lausnir sem henta því óháð staðsetningu. Þarfirnar eru mismunandi og því skipta lausnir sem styðja við blandaða vinnu (e. Hybrid work) höfuðmáli. Það á ekki síst við heyrnartól, tölvubúnað, skjái og jafnvel vefmyndavélar.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“

Trump vill setja sig í samband við Kim Jong-un – „Hann er klár gæi“
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!

Inga Sæland: Stórkostleg kjarabót öryrkja – allt tal um „svikin loforð“ er kjánaskapur og röfl!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur

Óttar Guðmundsson skrifar: Nýr naflastrengur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði

Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði