fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Við erum Uber þegar kemur að skrifstofum, segir forstjóri Regus

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. nóvember 2023 17:30

Tómas Ragnarz, forstjóri Regus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreindin á eftir að hjálpa fyrirtækjum á við skrifstofuhótelkeðjuna Regus við að kynnast viðskiptavinum sínum betur og veita þeim betri þjónustu. Viðskiptavinur Regus á Íslandi mun geta farið inn á hvaða skrifstofuhótel þess hvar sem er í heiminum án nokkurs nema síma og tölvu og dyr opnast sjálfkrafa fyrir honum. Tómas Ragnarz, forstjóri Regus á Íslandi, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Tómas Ragnarz - 5
play-sharp-fill

Markaðurinn - Tómas Ragnarz - 5

Nú er talað mikið um gervigreind, hafa tæknibreytingar einhver áhrif á það sem þið eruð að gera?

Já, t.d. á bæði Hafnartorgi og í Garðabæ og á Kirkjusandi,“ segir Tómas. „Við munum byrja á Kirkjusandi. Þar verðum við komin með gervigreind til að nema þá sem koma inn á centerana, við erum alltaf að leita leiða til að þekkja viðskiptavininn betur þannig að þegar hann kemur þá getum við opnað, við þekkjum hann. Dyrnar opnast sjálfkrafa fyrir hann vegna þess að kerfið þekkir hann. Þetta er líka öryggismál.

Þetta munum við innleiða á Kirkjusandi á næsta ári og síðan koll af kolli alls staðar annars staðar þannig að viðskiptavinurinn geti labbað inn á alla centera hvar sem er og þurfi ekki að hafa neitt í höndunum nema bara tölvuna sína.“

Tómas segir að gervigreindin muni hjálpa til. „Við erum alltaf að leita leiða til að hagræða. Við bjóðum sama verðið út samningstímann þó að við séum bundnir vísitöluhækkunum í okkar leigusamningum þannig að við þurfum að finna leiðir til að spara á móti og samnýta. Og það er einmitt það sem við erum að gera, við erum ekkert annað en Uber fyrirtæki í skrifstofum.

Við erum 100 prósent stafrænt fyrirtæki. Allir okkar samningar, þú gerir það í gegnum tölvuna eða símann. Allir okkar þjónustusamningar við okkar viðskiptavini eru rafrænir. Við leitum sífellt leiða til að hagræða en samt þannig að gæðin séu alveg í toppi og klárlega á gervigreind eftir að hjálpa okkur að veita betri þjónustu og auðvelda okkur að þekkja þarfir viðskiptavina okkar,“ segir Tómas.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture