fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

SA upplýsa grindvísk fyrirtæki um réttindi sín og skyldur – Þurfa ekki að borga laun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2023 12:31

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins birtu tilkynningu á vef sínum snemma í morgun með fyrirsögninni „Réttindi og skyldur atvinnurekenda þegar náttúruhamfarir stöðva rekstur.“

Í tilkynningunni minna SA fyrirtæki í Grindavík á að á meðan á náttúruhamförum stendur þá beri fyrirtækjum ekki skylda til að greiða starfsfólki laun á meðan ástandið varir. Rétt er að geta þess að SA bendir á að enginn ágreiningur er um að það sé heimilt þegar að um ófyrirséð ytri atvikin eins og náttúruhamfarir er að ræða. Ef fyrirtæki hætta að greiða starfsfólki laun í slíkum tilfellum þá mun það geta sótt í almannatryggingar. 

Setningin „Grindavík – við erum til staðar“ er sú fyrsta sem netverjar sjá þegar vefur SA er opnaður. Þar kemur fram að „SA liðsinna aðildarfyrirtækjum í því óvissustigi sem nú ríkir í Grindavík. SA leggja áherslu á að vera fyrirtækjum innan handar hvað varðar réttindi og skyldur gagnvart starfsmönnum, fylgjast með og miðla upplýsingum frá viðeigandi aðilum ásamt því að vera í sambandi við stjórnvöld. Atvinnulífið mun finna fyrir þessum hamförum og afleiðingum þeirra eins og samfélagið allt. Nú reynir á samstöðu þjóðarinnar.“

Fyrirtæki í Grindavík og hlutaðeigandi eru minnt á upplýsingafund SA sem hefst kl. 14 í dag og boðaður var í tölvupósti til forsvarsmanna. Jón Örvar Bjarna­son, sviðsstjóri vá­trygg­inga­sviðs Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga og Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA fara þar vel yfir stöðuna.

Hér má nálgast svör við algengum spurningum um réttindi og skyldur atvinnurekenda í náttúruhamförum. Að lokum kemur fram að síðan verði í stöðugri uppfærslu á næstu dögum og vikum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“