fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Hefur litla trú á ráðdeild nýs fjármálaráðherra í ríkisfjármálum – segir sporin hræða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. nóvember 2023 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagfari á Hringbraut er í besta falli hóflega bjartsýnn á að áform nýs fjármálaráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, um að leggja höfuðáherslu á ráðdeild í fjármálum ríkisins gangi eftir. Hann telur sporin hræða.

Ólafur Arnarson, sem skrifar fyrir Dagfara, nefnir til fimm dæmi sem hann telur vera góð dæmi um fjárfestingarslys á vegum ríkisins og telur líklegra að fólk eigi auðvelt með að átta sig á því um hvers konar sóun fjármuna er að ræða, auðveldara en þegar tekin eru dæmi um kostnað við rekstur stóru og dýru kerfanna á borð við heilbrigðiskerfið, menntamálin og samgöngukerfið.

Hann segir eyðslu ríkisins svo gegndarlausa að öll tekjuaukning þess hverfi jafnóðum í hítina. Hann gagnrýnir stjórnarandstöðuna og fjölmiðla fyrir að sýna þessum málum ekki nægan áhuga.

Nokkur af ljótari dæmunum um svona alvarleg fjárfestingarslys telur Ólafur vera:

  1. Nýtt fimm hæða skrifstofuhús yfir starfsmenn Alþingis og þingmenn sem hefur verið reist á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, óþarft monthús utan um skrifstofur þingsins sem geti endað í 12 milljörðum þegar allt verði til talið.
  2. Ríkisbankinn, Landsbankinn, hafi látið byggja stórhýsi yfir starfsemi sína á dýrustu lóð Íslands við gömlu höfnina. Mörg hundruð tonn af tilhöggnu grágrýti hafi verið límd utan á húsið í þeim tilgangi að skreyta það. Umrætt skraut er vægast sagt umdeilt. Alveg megi rökstyðja að það hafi verið tímabært að hagræða í húsnæðismálum ríkisbankans en Ólafur spyr hvort ekki hefði verið hægt að koma starfsemi bankans fyrir á miklu ódýrari og hagkvæmari stað? Óþarfi hafi verið fyrir bankann að láta byggja yfir sig monthús sem trúlega muni ekki kosta minna en 20 milljarða með innréttingum og búnaði.
  3. Enn verra en bruðl Landsbankans sé að ríkið skyldi kaupa hluta af byggingunni undir tvö ráðuneyti sem prýðilega fór um þar sem þau voru. Í útbyggingu frá bankanum eigi að koma fyrir utanríkisráðuneytinu sem vel hafi farið um á Rauðarárstíg, og einnig hinu óþarfa ráðuneyti sem tjaslað hafi verið saman með ærnum tilkostnaði við myndun seinni vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur til að tryggja sjálfstæðismanninum, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherrastól. Húsnæðið hafi kostað hrátt um sjö milljarða króna en þá eigi eftir að telja allan kostnað við innréttingar, húsgögn og tölvu- og tæknibúnað sem gæti tvöfaldað fjárfestingu ríkissjóðs í þessu óþarfa „montdæmi“. Heildarútgjöld ríkisins gætu farið í 12 til 15 milljarða vegna þessa, þegar öll kurl verði komin til grafar.
  4. Þá hafi tilraun til að stækka gamla Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg með skelfilegu glerhýsi inni á lóð hússins verið vanhugsuð. Ekki verði veitt meiri fjármunum til verksins á næstu fjárlögum (500 milljónir þegar farnar í það) og lítur Ólafur svo á að vitinu hafi verið komið fyrir þá sem stóðu að þessari afleitu hugmynd. Stjórnarráðshúsið hafi sterkan svip og mikilvægt sé að misvitrir ráðamenn nái ekki að skemma stöðu þess og þá sterku mynd sem það skapi í hjarta höfuðborgarinnar.
  5. Ólafur nefnir ljótt dæmi að lokum þar sem ríkið hafi leiðst út í fjárfestingu að kröfu forystumanna Framsóknarflokksins sem gengu erinda Bændasamtaka Íslands sem riðuðu á barmi gjaldþrots vegna fjárhagsstöðu bændahallarinnar sem hýsti Hótel Sögu. Hann á von á að kostnaður við þau kaup og endurnýjun hússins geti kostað 20 milljarða þegar upp verður staðið.

„Já, er nema von að nýr fjármálaráðherra vilji sýna ráðdeild og „velta fyrir sér hverri krónu“ ríkisfjármálanna!

Engu að síður hljóma yfirlýsingar hennar heldur ankannalega því að hún hefur sem þingmaður, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins tekið þátt í að samþykkja allt bruðlið í monthúsin sem fjallað er um hér að framan.“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra