fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Fyrirhugað forvarnagjald sé hóflegt og á Alþingi sé þverpólitískur vilji til að standa með Grindvíkingum

Eyjan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 20:08

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mikla samstöðu á Alþingi, þvert á flokka, um frumvarp sem veitir dómsmálaráðherra heimild til að fela Almannavörnum að ráðast í gerð varnarmannvirkja til að vernda mikilvæga innviði. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Katrín mælti fyrir frumvarpinu á þingi í dag.

Ekki hægt að ábyrgjast árangur

„Þá erum við auðvitað sérstaklega að horfa á byggingar í Grindavík og orkuverið í Svartsengi, en þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki nákvæmlega hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Svo slík aðgerð er forvarnaaðgerð en það er auðvitað ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur.“

Staðan í dag sé sú að stjórnvöld þurfi að gera hvað þau geta til að tryggja mikilvæga innviði. Sem betur fer hafi allir flokkar á Alþingi tekið vel í að greiða leið fyrir málið á þingi. Þó ætla þingmenn að vanda sig, og því mun þetta taka smá tíma, en sem stendur hefur öllu öðru verið ýtt til hliðar.

„Ég á svona frekar von á því en ber alltaf mikla virðingu fyrir störfum

Hóflegt gjald

Frumvarpið kveður á um sérstakan skatt, forvarnagjald, sem verður lagt á hverja brunatryggða fasteign á landinu og nema um 0,008 prósentum af brunabótamati.

„Auðvitað sýnist sitt hverjum um það. Gjaldið nemur kannski 8 þúsund krónum á ári af fasteign sem er kannski metin á 100 milljónir í brunabótamati.“

Þetta sé þó nauðsynlegt þar sem tryggja þurfi tekjustofn svo hið opinbera geti ráðist í forvirkar aðgerðir á Reykjanesskaga, en ljóst er að sú virkni sem þar hefur verið undanfarin ár bendir sterklega til kynna að eldgosatímabil sé hafið sem geti staðið yfir í þó nokkurn tíma.

„Það er kannski það versta í þessu, óvissan, og það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna.“

Algjör óvissa sé um hversu lengi rýming Grindavíkur mun standa yfir, sem sé gífurlega þungbært fyrir íbúa. En ríkið hafi tekið ákvörðun um að fjármagna varnargarða, vitandi að þær verða kostnaðarsamar og forvarnagjaldið sem leggst á almenning nær ekki að dekka kostnaðinn að fullu.

Eitthvað hefur borið á gagnrýni á þetta fyrirhugaða gjald, en Katrín segir það svo sem ekki koma á óvart, en þetta hljóti menn að sammælast um að sé nauðsynlegt, enda gjaldið hóflegt.

„Fólk er nú ekki alltaf hrifið að því að borga gjöld, En ég held að þetta sé gjald sem við greiðum nú öll.“

Stórt verkefni framundan

Ríkisstjórnin sé nú á fullu og í virku samstarfi við verkalýðsfélög og atvinnurekendur. Sem og sveitarfélögin. Framundan þurfi að leysa mörg aðkallandi mál sem varða Grindvíkinga, svo sem hvað varðar atvinnu, afkomu, skóla og tómstundir.

„Þetta er auðvitað ótrúlega margt, heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn. Þetta eru 1200 heimil. Og óvissan algjör hvort sem við erum að horfa til lengri eða skemmri tíma.“

Katrín segist finna til stolti að verða vitni að því að þingmenn leggi allt þras og allan ágreining til hliða á tímum sem þessum.

„Það gerir alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi. Þegar fólk einhvern veginn leggur ágreiningsefnin til hliðar og sameinast um að finna bestu lausnina.“

Þó fólk sé ekki alltaf sammála sé ljóst að það sé ríkur vilji á Alþingi, þvert á alla flokka, að standa með Grindvíkingum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?