fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Marel hækkar mikið í kauphöllinni – rætt um að hluthafar í Eyri komi með 12 milljarða í nýtt hlutafé

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. nóvember 2023 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutabréf Marels hafa hækkað um nær átta prósent það sem af er degi. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að rætt væri um að hluthafar í Eyri hyggist koma með 12 milljarða til styrktar félaginu og virðist það leggjast vel í fjárfesta.

Eyrir Invest er stærsti hluthafinn í Marel og ráðandi hluthafar í Eyri hafa verið feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, sem í vikunni lét af störfum sem forstjóri Marels eftir 10 ár í starfi vegna veðkalls frá Arion banka á hluta af bréfum hans í Eyri Invest. Í kjölfarið óskaði Árni Oddur eftir greiðslustöðvun.

Lengst af í forstjóratíð hans var mikill vöxtur á Marel og hlutabréf þess margfölduðust í verði. Síðustu tvö árin hafa bréfin hins vegar lækkað um tæplega 2/3 og í hækkandi vaxtaumhverfi hafa fjárfestar haft áhyggjur af skuldsetningu Marels, en félagið hefur fjárfest mikið með kaupum á öðrum fyrirtækjum.

Fyrstu tvo dagana eftir afsögn Árna Odds lækkuðu hlutabréfin í Marel um meira en 12 prósent en við orðróminn í morgun tóku þau kipp upp á við, sem gefur til kynna að innspýting frá stærsta hluthafanum geti orðið sá hvati sem til þarf til að gengi hlutabréfa Marels verði stöðugra og þau fari að hækka á ný.

Búast má við að aukin áhersla verði nú lögð á að draga úr skuldsetningu Marels og treysta eiginfjárstöðuna, en tekjustreymi þess er mjög öflugt þótt hækkandi fjármagnskostnaður hafi skapað titring meðal fjárfesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags

Orðið á götunni: Andspyrnuhreyfingin kraumar af reiði yfir niðurlægingu Dags
Eyjan
Fyrir 1 viku

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku