fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Meirihluti sveitarfélaga fékk skammarbréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum – Suðurland og Reykjanes sluppu vel

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 13:00

Rauðlituðu sveitarfélögin uppfylla ekki lágmarksviðmiðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sendi nýlega 33 sveitarfélögum bréf vegna þess að þau uppfylltu ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall. Þar á meðal öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Hlutverk nefndarinnar var að miklu leyti aftengt á meðan covid faraldurinn stóð yfir vegna fyrirsjáanlegs halla sveitarfélaganna vegna fordæmalausrar stöðu. Nú hefur hins vegar verið tengt á ný og í ljós kemur að sveitarfélögin eru mörg hver illa stödd þegar kemur að rekstri og skuldahlutfalli.

Í svari nefndarinnar við fyrirspurn DV kemur fram að 33 sveitarfélög uppfylltu ekki öll lágmarksviðmið vegna reksturs A-hluta árið 2022. Fengu þau bréf frá nefndinni þann 13. október síðastliðinn. Viðmiðin byggjast á mismunandi skuldahlutfalli og sýna samspil við önnur viðmið þegar fjármál sveitarfélaga eru skoðuð.

Margt tekið inn í jöfnuna

Reiknað er skuldahlutfall, það er nettó skuldir sem hlutfall af tekjum sveitarfélagsins, framlegð sem hlutfall af tekjum, veltufé frá rekstri, ný lántaka sem hlutfall af skuldum, endurgreiðslutími, veltufjárhlutfall og fleira.

„Rétt er að benda á að við yfirferð fjárhagslegra viðmiða er nauðsynlegt að skoða þau í heild og er vert að benda á að sveitarfélög hafa með höndum mismunandi starfsemi, kjör og tækifæri við fjármögnun sem getur í sumum tilvikum haft áhrif á einstök viðmið. Viðmiðin eru til viðbótar við lögbundin viðmið sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga (jafnvægisreglu og skuldaviðmið) og byggja á reglugerð um starfsemi nefndarinnar,“ segir í svari nefndarinnar.

Einnig segir að sveitarfélag gæti hafa fengið bréf þó að það væri rétt undir viðmiði en búi við ágæta fjárhagsstöðu að öðru leyti.

„Það má því ekki draga of víðtækar ályktanir af stöðu sveitarfélags þó það hafi fengið umrætt bréf frá EFS. Óskað var eftir að bréfið yrði lagt fram í sveitarstjórn en ekki gerð krafa um frekari viðbrögð eða svör til EFS,“ segir í svarinu.

Reykjanesbær fékk ekki bréf

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fengu bréf. Það er Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.

Segja má að flest fjölmennustu sveitarfélögin á landinu hafi fengið bréf, að undanskildum Reykjanesbæ. Vogar voru eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem fékk bréf.

Sjá einnig:

Kópavogsbær uppfyllir ekki öll lágmarksviðmið vegna rekstrar

Á Vesturlandi fengu fjögur sveitarfélög bréf. Akranes sem er jafn framt það lang fjölmennasta í landshlutanum, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær og Skorradalshreppur.

Á Vestfjörðum fengu öll fjölmennustu sveitarfélögin bréf. Ísafjarðarbær og Bolungarvík og Vesturbyggð. En íbúar í því síðastnefnda samþykktu um helgina að sameinast Tálknafjarðarhreppi, sem einnig fengu bréf.

Suðurland slapp vel

Athygli vekur að öll sveitarfélögin í tveimur landshlutum fengu bréf. Norðurlandi vestra og Austurlandi. Þetta eru Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Vopnafjarðarhreppur, Fjarðabyggð, Múlaþing og Fljótsdalshreppur.

Staðan er skárri á Norðurlandi eystra þar sem aðeins Akureyrarbær, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur fengu bréf.

Á Suðurlandi fengu Árborg, Vestmannaeyjabær, Hveragerðisbær og Skaftárhreppur bréf en ellefu sveitarfélög í landshlutanum sluppu við það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum