fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Þóranna ráðin til Pipar\TBWA og The Engine Nordic

Eyjan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 12:18

Þóranna K. Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóranna K. Jónsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur í stafrænni stefnumótun og viðskiptaþróun hjá Pipar\TBWA og The Engine.

Nýverið leiddi hún uppbyggingu Entravision á Íslandi, en Entravision starfar sem vottaður þjónustu- og söluaðili Meta, eiganda Facebook og Instagram. Þóranna hefur áratuga reynslu af markaðsmálum og hefur einnig verið startup mentor í yfir áratug m.a. hjá Klak, Snjallræði Háskóla Íslands o.fl. Þóranna gegnir jafnframt stöðu Angel Ambassador hjá Nordic Ignite fjárfestingarsjóðnum.

The Engine er dótturfélag Pipar\TBWA sem sérhæfir sig í í heildstæðri og strategískri stafrænni markaðssetningu með þjónustu á borð við stafrænar auglýsingar, markaðssetningu á samfélagsmiðlum, leitarvélabestun, efnismarkaðssetningu o.fl. Fyrirtækið vinnur nú á alþjóðavísu með viðskiptavinum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Nýverið var opnuð skrifstofa í Kaupmannahöfn og eru því skrifstofur fyrirtækisins nú í Reykjavík, Ósló og Kaupmannahöfn. Unnið er að opnun skrifstofu í Helsinki og Stokkhólmi og áætluð er opnun í Helsinki á fyrri helmingi 2024.

Þóranna hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í stafrænni stefnumótun og stafrænum leiðum í markaðssetningu. Þekking og reynsla sem nýtist viðskiptavinum Pipar\TBWA og The Engine á Íslandi gríðarlega vel og hefur strax byrjað að láta til sín taka. Hún er góð viðbót við það sterka teymi sem við erum með hér hjá okkur,“ segir Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA um ráðninguna.

Þóranna tók við starfinu 1. maí og er mikill fengur fyrir stofuna. Þóranna hefur MBA gráðu frá University of Westminster þar sem hún sérhæfði sig í strategískri markaðssetningu og leiðtogahæfni.

Að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri vegferð sem The Engine er á þykir mér virkilega spennandi og er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt. The Engine hefur mjög sterkan grunn og með fjölbreyttan hóp starfsfólks víðs vegar að í heiminum. Fótspor okkar er að vaxa á Norðurlöndunum með starfsemi í The Engine í Noregi og Danmörku en á döfinni er að opna einnig í Finnlandi. Áhugasvið mitt er einmitt á sviði stafrænnar stefnumótunar og gagnadrifinnar árangursmiðaðrar markaðssetningar,“ segir Þóranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna