fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Nærri 250 fyrirtæki gera upp í erlendri mynt – þar af þrjú ríkisfyrirtæki

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 15:32

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 236 einkafyrirtæki og einkafélög heimild til að færa bókhald í erlendum gjaldmiðli og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu. Þetta kemur fram í skriflegu svari Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Þá kemur fram að þrjú opinber fyrirtæki hafa heimild til að gera upp í erlendri mynt. Þetta eru Landsvirkjun og Landsnet, sem gera upp í Bandaríkjadölum, og Farice, sem gerir upp í evrum.

Erlendar myntir sem einkafyrirtæki gera upp í eru eftirfarandi:

  1. 122 fyrirtæki nota evru
  2. 100 fyrirtæki nota Bandaríkjadal
  3. 6 fyrirtæki nota breskt pund
  4. 4fyrirtæki nota sænska krónu
  5. 3 fyrirtæki nota norska krónu
  6. 1 fyrirtæki notar danska krónu

Á þessu ári fengu 15 fyrirtæki heimild til að gera upp í erlendri mynt og eitt fyrirtæki hefur fengið heimilt til að gera upp í erlendri mynt fyrir reikningsárið sem hefst 1. janúar 2024.

Til að fyrirtæki geti fengið heimild til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt þarf það að uppfylla skilyrði sem koma fram í 7. og 8. grein laga nr. 3/2006 um ársreikninga um að viðkomandi gjaldmiðill skuli vera starfrækslugjaldmiðill þess.

Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé hægt að upplýsa um skiptingu þessara félaga og fyrirtækja milli atvinnugreina samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands vegna þess að við skil á ársreikningum veiti félög ekki upplýsingar um atvinnugreinaflokkun til ársreikningaskrár.

Þetta er athyglisvert vegna þess að á síðasta þingi lagði Þorbjörg Sigríður sömu spurningu fyrir ráðherra og fékk svar þar sem m.a. birtist full sundurgreining á því hvernig félögin og fyrirtækin skiptast milli atvinnugreina.

Þar kemur m.a. fram að yfir 40 fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi gera upp í erlendri mynt. 68 fyrirtæki eru skilgreind sem eignarhaldsfélög, 13 eru í hugbúnaðargerð.

Félögum sem gera upp í erlendri mynt virðist fækka úr 248 í 239 milli ára en mögulega er samantektin ekki að öllu leyti sambærileg.

Árið 2022 gerðu íslensk félög upp í eftirfarandi myntum:

  1. 129 fyrirtæki notuðu evru
  2. 101 fyrirtæki notaði Bandaríkjadal
  3. 7 fyrirtæki notuðu breskt pund
  4. 5 fyrirtæki notuðu sænska krónu
  5. 3 fyrirtæki notuðu norska krónu
  6. 1 fyrirtæki notaði danska krónu
  7. 1 fyrirtæki notaði Kanadadal
  8. 1 fyrirtæki notaði svissneska franka

Frá árinu 2013 hafa samtals 122 félög fengið heimilt til að gera upp í erlendri mynt og gerir meirihluti þeirra upp í evrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?