fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Segir fjórfaldar sveiflur í kaupmætti á ábyrgð ríkisstjórnar sem hlustar ekki lengur á fólkið í landinu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 14:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sakar ríkisstjórnina um að hrekja ungt fólk úr landi með óreiðuhagstjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmáttur meðallauna á Íslandi hefur sveiflast fjórum sinnum meira á Íslandi síðustu 20 ár en að meðaltali innan OECD. „Þetta er hin íslenska sveifla sem stjórnvöld tala jafnan um að sé góð. Sú skýring speglar að ríkisstjórnin hlustar ekki lengur á fólkið í landinu. Almenningur er orðinn langþreyttur á þessu ástandi. Ekkert lát er hins vegar á sveiflunum og verðbólga á alþjóðlegan mælikvarða jókst um helming milli áranna 2022 og 2023 sem er einsdæmi. Stýrivextir eru rúmlega tvöfaldir á við meðaltal í öðrum háþróuðum ríkjum OECD,“ skrifar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar í aðsendri grein á Eyjunni í dag.

Hún segir millistéttina hér á landi ekkert skjól hafa hjá ríkisstjórninni. Meðalvextir óverðtryggðra lána eru nú yfir 10 prósent og Þorbjörg Sigríður víkur að því að BHM hefur bent á að önnur hver króna sem hagkerfið skapar sé greidd í skatta eða í lífeyrissjóði. „Þessi byrði, sem borin er af launafólki og fyrirtækjum, er með því mesta í alþjóðlegum samanburði. Þar hefur jafnframt þýðingu að 70% álagðra skatta og gjalda eru borin af þriðjungi þjóðarinnar. Í þessum hópi er meginþorri háskólamenntaðra. Nú heyrast hugmyndir stjórnmálaflokka um að þessi hópur taki á sig enn þyngri skattbyrði við að fjármagna heilbrigðiskerfi og velferð í landinu. Það reikningsdæmi gengur ekki upp til lengri tíma ef fólk á að sjá ávinning í háskólamenntun og í því að búa á Íslandi eftir háskólanám. Skattastefna stjórnvalda er mikilvægt svar í því sambandi.“

Hún segir lykilinn nú vera ábyrga hagstjórn með velferð almennings í fyrirrúmi. Hætta verði stjórnlausum útgjaldavexti ríkisins. „Skynsöm velferðarstefna snýst um að forgangsraða fjárfestingum í þágu almannahagsmuna. Kerfin eiga að vera til staðar fyrir fólkið en ekki öfugt, að fólkið sé til staðar fyrir kerfið. Við afgreiðslu fjárlaga í fyrra lagði Viðreisn fram fjármagnaðar tillögur um að verja millistéttina í gegnum vaxta- og húsnæðisbótakerfið og með greiðslum barnabóta. Það munum við aftur gera í ár. Við lögðum ein fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni í stjórnsýslunni og skuldir ríkisins yrðu greiddar niður um 20 milljarða á árinu. Við lögðum til tekjuöflun með hækkun veiðigjalda og kolefnisgjalda. Allar tillögur Viðreisnar spegluðu þá hugmyndafræði að sýna ábyrgð í efnahagsmálum og trúverðugar tillögur í velferðarmálum. Við neitum að fara þá leið að stórauka skattheimtu á almenning. Almenningur er einfaldlega þegar að borga nóg og fær of lítið til baka fyrir peninginn sinn.“

Grein Þorbjargar Sigríðar í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þrengslin í bænum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 1 viku

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“