fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Háskólinn á Akureyri þrífst vegna Reykjavíkurflugvallar sem er í raun okkar aðallestarstöð, segir fyrrverandi forstjóri Icelandair

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. nóvember 2023 13:00

Jón Karl Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn á Akureyri þrífst vegna þess að góðar samgöngur eru við Reykjavík með innanlandsflugi sem notar flugvöll í hjarta borgarinnar. Innanlandsflugið hér á landi er í raun ígildi lestarsamgangna í öðrum löndum og í öllum borgum er dýrmætt land tekið undir brautarstöðvar á besta stað og engum dettur í hug að breyta þeim í byggingarland. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 5
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 5

Ég hef stundum reynt að benda fólki á það að innanlandsflug á Íslandi er í raun og veru einu samgöngurnar fyrir okkur sem eru aðeins hraðvirkari en að keyra,“ segir Jón Karl.

Ef þú ferð til Akureyrar geturðu labbað, þú getur hjólað og tekið bí. Og svo geturðu tekið flug. Í flestum löndum í kringum okkur hefur fólk þann valmöguleika að fara með lest. Þar byggja menn stórar lestarstöðvar inni í borgun því að það þykir eðlilegt að vera þar með lestarstöðvar og ef farið er í beinan samanburð taka lestarstöðvar í hjarta stórborga jafnvel meira pláss en Reykjavíkurflugvöllur í hjarta Reykjavíkur.

Ég hef aldrei heyrt um það í Kaupmannahöfn að menn séu að ræða það hvort ekki eigi að byggja á svæðinu sem Aðalbrautarstöðin tekur. Ég get alveg ímyndað mér að svæðið þarna við Tívolí sem brautarstöðin tekur sé tiltölulega verðmætt. Ef þú tekur mynd af þessu svæði sérðu að þetta er ekkert ósvipað svæði og Reykjavíkurflugvöllur tekur í Reykjavík.“

Jón Karl segir að sér finnist það alltaf mjög skrítið að við skulum ekki geta talað um hlutina eins og þeir eru. „Þetta er það samgöngukerfi sem við notum til að koma fólki hraðar á milli staða en með því að keyra. Á meðan Reykjavík er höfuðborg Íslands, og taka mætti langt samtal um það að í Reykjavík virðist allt þurfa að byggjast upp í 101 Reykjavík, sem er nánast úti á annesjum. Þar er verið að byggja sjúkrahúsið núna, tiltölulega stórt og verður sífellt stærra og maður verður alltaf hissari og hissari. Síðan ertu með öll ráðuneytin þarna og síðustu ráðuneytin sem hafa þó flutt eitthvert annað en í 101 eru núna að flytja aftur í 101, en utanríkisráðuneytið er núna að fara aftur þangað niður eftir.“

Hann bendir á að öll ráðuneytin séu komin í 101. „Þetta eru nú stofnanir sem eru að sinna öllu landinu, ekki bara Reykjavík. Þeir sem búa ekki hér þurfa að komast til og frá þessum stofnunum, að ekki sé talað um sjúkraflugið. Það er einkennilegt að menn skuli ekki geta komið sér saman um að það sé þó gert vel sem verið er að gera að minnsta kosti þangað til önnur lausn finnst. Það er bara þyngra en tárum taki.

Ég vil fullyrða að Reykjavíkurflugvöllur er okkar brautarstöð og meðan við höfum ekki aðrar leiðir – ég ætla bara rétt að vona að við förum ekki að ræða lestarsamgöngur því þar værum við að tala um skrilljarðaframkvæmdir – þetta eru svo dýrar framkvæmdir. Menn átta sig kannski ekki á því að lestarkerfi eru mest niðurgreidda samgöngukerfi allra landa í Evrópu. Þetta er mjög niðurgreitt af opinberum aðilum, kostar gríðarlega peninga og er mjög dýr samgönguleið.

Það er mikill kostnaður í þessu sem sparar engu að síður kostnað annars staðar. Þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja um innanlandsflugið. Tökum Háskólann á Akureyri. Hann þrífst meðal annars vegna þess að það eru góðar samgöngur við Reykjavík. Það eru kennarar sem eru jafnvel að kenna á báðum stöðum í einu og fljúga á milli. Þetta er gert vegna þess að þessi valmöguleiki er til. Hinn valmöguleikinn er sá að þú þarft að keyra í fjóra tíma. Ef við flytjum innanlandsflugið til Keflavíkur þá yrði innanlandsflugið hér lengst frá höfuðborginni í allri Evrópu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture