fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Segir meiri verslun í Hagkaup á Akureyri í júlí en desember ekki vera vegna þess að Akureyringar séu meira júlífólk en jólafólk!

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 11:00

Jón Karl Ólafsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir það mikinn misskilning að ákveðnir hópar ferðamanna, á borð við farþega á skemmtiferðaskipum, skili engu inn í hagkerfið á Íslandi. Hann segir Íslendinga jafn grunlausa gagnvart ferðamannastraumnum og þeir hafi alla tíð verið gagnvart fjölmennustu kynslóð hér á landi. Alltaf komi fjöldinn jafn mikið á óvart.

Jón Karl er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Jón Karl Ólafsson - 4

Ég segi stundum að ég sé af fyrstu kynslóðinni sem hefur komið á óvart frá því að ég fæddist,“ segir Jón Karl. „Við erum kynslóðin sem fæðist hér eftir stríð, þegar fer að ganga betur hér á landi og við erum að verða ríkari þjóð.

Ég held að ég geti fullyrt það að þegar ég kom í leikskóla var spurt: hvað, eruð þið svona mörg? Alveg sama þegar við komum í barnaskólann og menntaskólann. Og nú erum við að fara inn á elliheimilin og enn er spurt: hvað, eruð þið svona margir? Samt er þetta búið að liggja fyrir í 60 ár. En alltaf kemur þetta okkur jafn mikið á óvart.“

Hann segir sama gilda um ferðaþjónustuna. „Þegar þú ert kominn með tvær milljónir ferðamanna verður auðvitað að reikna þetta inn. Það verður að reikna með því að þetta fólk þurfi þjónustu, og því miður stundum heilbrigðisþjónustu. Annað er jákvæðara, eins og verslun og fleira.“

Hvað varðar fjölda ferðamanna, samsetningu þeirra og möguleika heilbrigðiskerfisins á að ráða við aðstæður sem upp geta komið segir Jón Karl að honum finnist alltaf fyndið allt tal um að stýra því hvaða ferðamenn við löðum til Íslands:

„Hvernig eigum við að fara að því að stýra þessu? Hvernig eigum við að fara að því að fá efnameiri ferðamenn til landsins? Ein leiðin er að hafa allt nógu dýrt og við höfum alveg staðið okkur þar. Samt er þetta ferðafólk að koma og við erum oft að tala um að við þurfum að fá enn þá meira efnafólk inn. Viljum við hækka verðið enn meira?“ spyr Jón Karl.

En auðvitað er þetta þannig að við stýrum þessu ekki neitt. Þegar við erum með svona mörg flugfélög sem fljúga til Íslands og þau eru með markaðsdreifingu út um allt og senda út tilboð og eru að bjóða hagkvæm fargjöld þá kemur hingað fólk.

Oft erum við líka að misskilja hlutina. Við tölum um að hinir og þessir skilji ekkert eftir hér í hagkerfinu – að skemmtiferðaskipin skilji ekki neitt eftir – en svo er næsta frétt um það að höfnin á Akureyri sé að fá 800 milljónir á ári frá skemmtiferðaskipum. Svo þarf ekki að tala lengi við veitingamenn í kringum höfnina sem segja frá því að þeir eru alsælir þegar þeir fá þessa ferðamenn inn. Þannig að auðvitað skilur þetta fólk allt eftir. Við erum hins vegar ekki að horfa til þess.“

Hann segir eitt af verkefnum sínum hjá Samtökum ferðaþjónustunnar fyrstu árin hafa verið að berjast við það að fá yfirvöld til þess að skrá ferðaþjónustuna rétt. „Fyrst þegar við komum að þessu þá töldu þeir bara tekjur af rekstri Icelandair að hluta, ekki allt, og svo voru tekin hótel og eitthvað fleira. Við vorum að segja við þau að það yrði að telja alla þjónustuna. Hvers vegna halda menn að það séu meiri viðskipti í Hagkaup á Akureyri í júlí heldur en í desember? Halda menn að það sé af því að Akureyringar séu meira júlífólk en jólafólk? Auðvitað ekki!“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra
Hide picture