fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Ríkisstyrkjum úthlutað til einkarekinna fjölmiðla – Sjáðu hverjir fá mest

Eyjan
Laugardaginn 4. nóvember 2023 14:34

Skjáskot-fjolmidlanefnd.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlanefnd sendi frá sér fyrr í dag tilkynningu um niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023.

Í tilkynningunni segir að alls hafi borist 28 umsóknir um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla og samtals hafi verið sótt um rekstrarstuðning að fjárhæð 962 milljónir kr. Þremur umsóknum hafi verip synjað þar sem þær hafi ekki uppfyllt ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011.

 Til úthlutunar hafi verið 476,7 milljónir króna að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, sérfræðiaðstoðar, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 0,013% af heildarfjárhæð eða 6.182.324 króna. Til úthlutunar voru því 470.517.676 króna.

 Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra.

Hæstu styrkina fengu Árvakur hf., sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti Mbl.is og útvarpsstöðinni K100, og Sýn hf., sem heldur úti meðal annars Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjunni, FM957 og Visir.is. Bæði fyrirtækin fengu styrk upp á 107.155.187 króna.

Næst kemur Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina og heldur úti samnefndum vef,  en það fékk 54.701.442 krónur í styrk.

Þar næst er Myllusetur ehf., sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir og heldur úti samnefndum vefum, en það fær styrk sem hljóðar upp á 33.997.545 krónur.

Þar á eftir eru Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið og halda úti vefnum bbl.is, en þau fá 20.816.416 króna styrk.

Birtingur ehf., sem gefur út meðal annars tímaritin Vikan og Gestgjafinn, fylgir þar fast á eftir með 20.032.898 krónur.

Sólartún ehf, sem heldur úti vefnum mannlif.is, Skessuhorn ehf, sem gefur út samnefnt blað og heldur úti samnefndum vef og Víkurfréttir ehf, sem gefur út samefnt blað, heldur úti vefnum vf.is og hefur gert sjónvarpsþáttinn Suðurnesjamagasín fá á bilinu rúmlega 12,9 milljónir til tæplepa 16,1 milljón króna.

Fröken ehf, sem gefur út blaðið Reykjavik Grapevine og heldur úti vefnum grapevine.is fær rétt tæpar 10 milljónir króna.

Aðrir aðilar sem fengu styrki fengu undir 10 milljónum króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi