fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ísrael

Eyjan
Laugardaginn 4. nóvember 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru heitir áhugamenn um enska fótboltann. Flestir eiga sér uppáhaldslið sem þeir fylgja í gegnum súrt og sætt. Forsætisráðherrann klæðist rauðum búningi Liverpool þegar mikið liggur við. Margir þjóðkunnir einstaklingar hafa fylgt Manchester United að málum frá flugslysinu hræðilega í München 1958. Sannur stuðningsmaður heldur alltaf tryggð við liðið sitt þótt hann þoli ekki fótboltastjórann eða eigandann.

Ég var í Ísrael í eina viku á dögunum ásamt útskriftarfélögum mínum úr læknadeild. Biblíusögurnar úr Laugarnesskólanum lifnuðu við þegar fetað var í fótspor Abrahams og Jesú Krists. Áþreifanleg spenna var í loftinu á yfirráðasvæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum þar sem róttækur leiðsögumaður sagði okkur frá aðstæðum fólks. Hann spáði því að upp úr mundi sjóða fljótlega. Ísraelski fararstjórinn sagði á hinn bóginn að allt væri í himnalagi.

Við komuna á flugvöllinn vældu loftvarnaflautur og okkur var skipað í loftvarnarbyrgi. Eftir nokkra stund fórum við um borð í flugvélina sem tók á loft skömmu síðar. Eftir sjö klukkustundir var lent í Keflavík þar sem enginn þarf að óttast eldflaugar eða sprengjuárásir. Fréttir bárust um fjöldaaftökur og spellvirki og ólýsanlegar hörmungar fólks. Stríð var skollið á.

Það er fróðlegt að fylgjast með fjölmiðlaumræðu hérlendis um þessar hörmungar. Viðmælendur skipuðu sér í lið eins og verið sé að ræða ensku knattspyrnuna. Stuðningsmenn Palestínu réttlæta fjöldamorð Hamasliða. Fylgismenn Ísraels verja hefndaraðgerðir sinna manna. Menn lofsyngja ofbeldið af því að þeirra lið á allan rétt til að drepa eða hefna sín.

Báðar þessar þjóðir hafa verið sérlega óheppnar með forystumenn. Trúarofstækismenn hafa tekið stjórnina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Eina von almennings er að upp rísi stjórnmálaforingjar sem hafa vit og þroska til að semja um frið og langtímalausn. Sprengjuárásir og hefndardráp á almennum borgurum hafa aldrei leyst neinar deilur heldur bundið þær í óleysanlegan rembihnút.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim