fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Lilja vann í Áburðarverksmiðjunni en stýrir núna Landsbankanum – Segir frá fyndnu atviki úr brúðkaupinu sínu

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 8. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans á að baki fjölbreyttan starfsferil, sem er síður en svo allur bundinn við fjármálastofnanir og banka. Lilja er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans - Sé ekki eftir því
play-sharp-fill

Markaðurinn - Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans - Sé ekki eftir því

Ég er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og vann svo í Áburðarverksmiðjunni,“ segir Lilja og brosir. „Þetta er ekki lyktin sem er alltaf af þér, þessi nýja er fyrirtak,“ vitnar hún í Halla og Ladda og hlær. „Þetta er ljóðið sem var farið með í brúðkaupinu mínu,“ bætir hún við. „„Hvað er hún kölluð? Ammoníak!“ Þetta var þegar við vorum að búa til áburð,“ segir hún og brosir breitt.

Svo fórum við til Bandaríkjanna og þegar ég var búin að læra fjármálaverkfræði þar fékk ég starf sem var í raun og veru hjá Ford Motor Company í Detroit í gegnum fyrirtæki sem heitir Marsh & McLennan og er svona tryggingamiðlari. Það er alltaf eitthvað ráðningabann í þessum stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum og þá er farin sú leið að fá „lánað“ starfsfólk frá öðrum fyrirtækjum sem eru með þjónustu- eða ráðgjafarsamning. En ég bara sat hjá Ford og var Ford starfsmaður og mínir vinnufélagar voru allir frá Ford en það var annað fyrirtæki sem borgaði mér launin á endanum.

Þarna var ég í nokkur ár eftir nám. Svo langaði okkur að flytja frá Bandaríkjunum. Það var aðeins farin að súrna stemningin þar. Detroit varð gjaldþrota skömmu síðar en er reyndar núna aftur á uppleið og ég kíki kannski þangað með beinu flugi, En þarna voru Bandaríkin sjálf farin að hnigna. Það var verið að kjósa George W. Í annað skiptið, Michigan setti bann við samkynhneigðum hjónaböndum í stjórnarskrá sína og þetta var bara ekki samfélag sem mann langaði að vera þátttakandi í.

Þarna fóru mjög að trosna böndin við Bandaríkin og við ákváðum að flytja okkur um set og vorum að velta fyrir okkur hvar – okkur langaði að skjóta aðeins yfir Ísland og fara kannski til Kaupmannahafnar eða London. Svo varð London fyrir valinu. Ég ætlaði að fara að vinna hjá systurfyrirtæki Marsh, Oliver Wyman, en svo frétti ég af þessu Landsbankamáli og ákvað að tala við bankastjórann þá, sem ég kannaðist við. Það varð úr að ég byrjaði bara að vinna þar frekar og ég sé ekki eftir því.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture