fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Svona á pólitíkin að virka

Eyjan
Laugardaginn 7. október 2023 15:15

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitík á ekki að vera til nokkurs annars brúks en að þjóna fólki. En þetta einfalda og göfuga markmið hennar á það til að gleymast í stjórnmálavafstri hversdagsins. Einmitt í miðju dægurþrasinu þegar óþolið gagnvart einhverri andstæðri skoðun ætlar hrópandann á samfélagsmiðlum svo til lifandi að drepa. En þá er skrattanum skrollandi skemmt.

Pólitík er ekki þras. Hún er ekki upphrópun. Hún hefur ekkert að gera með sjálfsánægjuna í einum bergmálshellinum til annars.

Hún snýst um lagfæringar og uppbyggingu. Henni á öllum stundum að vera stefnt að réttlátara samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sinna styrkleika, og eftir atvikum, veikleikanna líka.

Pólitík snýst um aðalatriði.

Þess vegna á hún að hlúa að almenningi, heimilum, heilbrigðum og veikum, en líka atvinnulífinu svo það fái blómstrað í frjálsri samkeppni svo fyrirtækin og fólkið hafi sem mestan hagnað af.

Þetta hljómar ekki svo fjarri lagi.

En þetta er fjarri lagi.

Og þar er vandi íslenska samfélagsins kominn í sinni raunalegustu mynd.

Pólitíkin á Íslandi snýst nefnilega um aukaatriði.

Henni er vissulega lagið að rífast helst til heiftarlega um virkjanir og vegalagnir, línustæði og loftmengun, hvalveiðar og sjókvíaeldi, að ekki sé talað um Reykjavíkurflugvöll og Borgarlínu, en hvað það síðastnefnda varðar eru andstæðingar tilbúnir að klóra augun hver úr öðrum.

Gott ef pólitíkin hefur ekki löngum stundum blindast af svona dægurmálum.

Og látið aðalmálin afskiptalaus fyrir vikið.

En þau snúast um hag fólksins og fyrirtækjanna í landinu. Akkúrat stóra spursmálið: Hvernig getum við breytt þjóðfélagsgerðinni svo hvoru tveggja fái blómstrað á pari við það sem þekkist í farsælustu samfélögum jarðarinnar? Og hefur einhver stjórnmálamaður – og einmitt, atvinnumaður í faginu – áhuga á því að svara þeirri ágengu spurningu af æðruleysi og ábyrgð?

„Pólitíkin á Íslandi snýst um aukaatriði.“

Hvernig getum við skarað fram úr sem samfélag?

Það er ekki víst að margir hafi áhuga á svarinu. Því miður.

Því pólitíkin á landinu bláa fjallar einna síst um það sem kemur fólki og fyrirtækjum helst til góða: Sanngjarnara húsnæðiskerfi, fyrirsjáanlegri lántökur, hagstæðara vöruverð, útrýmingu biðlista, skólaúrræði fyrir öll börn, samkeppnishæfara háskólasamfélag, aðgengi allra, öryggisnet fyrir eldri borgara, frjálsari samkeppni, meiri framleiðni, sterkari gjaldmiðil og gagnsærra regluverk svo atvinnulífið geti keppt sem best á alþjóðlegum markaði. Og gleymum þar heldur aldrei að eitt helsta velferðarmál í hverju þjóðfélagi er að atvinna stuðli að arðsemi heimilanna.

Spurningin er auðvitað þessi: Hvernig getum við hámarkað hagsældina í landinu? Hvað er líklegast til að lánast almenningi og atvinnulífi best?

Og á pólitíkin ekki einkum og sér í lagi að fjalla um það? Alla daga?

Hinn kosturinn er náttúrlega sá að rífast vetrarlangt um vegalagningu um Teigsskóg. Eða Hvammsvirkjun. Og Sorpu. Svona til þess eins að forðast aðalatriðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
13.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
06.12.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
05.12.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!