fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Áslaug Arna segir menntunarskort karla vera alvarlegt mál fyrir Ísland

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. október 2023 12:38

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn var 4. október að ef íslenskt samfélag opnaði ekki augun fyrir því að Ísland væri að dragast aftur úr þegar kemur að undirstöðu nýsköpunar og verðmætasköpunar – menntakerfinu- þá muni Ísland missa að af lestinni í samkeppni þjóða. Það sem valdi einna mestu áhyggjum í þessum efnum sé hversu lágt hlutfall karlmanna hefur lokið háskólanámi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér í gær frá sér tilkynningu. Í tilkynningunni er vísað til nýrrar skýrslu OECD um menntamál, Education at a Glance 2023, sem að sögn leiðir í ljós að Ísland sker sig frá öðrum OECD löndum að því leyti að nær hvergi eru fleiri karlar aðeins með grunnskólapróf og að aðeins á Íslandi, í Suður-Kóreu og í Póllandi fer karlmönnum með háskólapróf hlutfallslega fækkandi á milli áranna 2015 og 2022. Þá situr Ísland í 87. sæti af 132 löndum þegar kemur að hlutfalli háskólanema sem útskrifast úr úr vísinda- og tæknigreinum, verkfræði og stærðfræði samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðahugverkastofunnar, auk þess að vera eina Norðurlandið sem ekki færist ofar á lista stofnunarinnar yfir mest nýskapandi lönd heims milli ára.

„Grjóthart efnahagsmál“

Segir í tilkynningunni að ráðherrann hafi  á kjörtímabilinu ítrekað undirstrikað mikilvægi þess að þessari þróun verði snúið við hér á landi, enda er lágt hlutfall ungra karlmanna sem lokið hafa háskólanámi eina ástæða þess að Ísland sé eftirbátur annarra OECD landa þegar kemur að fjölda háskólamenntaðs ungs fólks. Ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir sem stuðli að hvatningu til ungra karlmanna til að sækja sér háskólamenntun sem og hvatningu til háskólanna til að ná til þessa markhóps með námsúrvali, námsleiðum og stuðningi.

Í vor hafi ungt fólk, sérstaklega strákar, til að mynda verið hvatt til að bíða ekki með háskólanám með átakinu Heimurinn stækkar í háskóla. Hlutfall karlkyns umsækjenda um nám í Háskóla Ísland hafi hækkað um yfir 13 prósent milli ára eftir skráningu nýnema í haust sem meðal annars megi rekja til átaksins og umræðu í kjölfar þess. Education at a Glance skýrslan undirstriki þó að Ísland eigi enn langt í land til að standast samanburð við önnur OECD lönd, sér í lagi Norðurlöndin.

Í tilkynningunni segir að staða Íslands í þessum efnum sé alvarleg. Umrædd skýrsla taki til þróunar á tímabilinu 2015-2022 og sýni að hlutfall fólks á Íslandi sem hafa lokið háskólanámi hækkar úr 38 prósent í 41 prósent á tímabilinu. Þessa hækkun megi þó alfarið rekja til stóraukins hlutfalls háskólamenntaðra kvenna (úr 46 prósent í 55 prósent ) þar sem hlutfall háskólamenntaðra karla lækki úr 30 prósent í 29 prósent. Þessi þróun er ólík öllum öðrum OECD löndum, að Póllandi undanskildu, þar sem bæði karlar og konur ljúka nú háskólanámi í auknum mæli.

Í tilkynningunni er vísað til ræðu ráðherrans á Iðnþingi fyrr árinu. Þar sagði Áslaug Arna meðal annars að ef hlutfall ungra karla á Íslandi sem lokið hafa háskólanámi væri í takt við meðaltal OECD væri þörf á innflutningi á erlendum sérfræðingum í hugverkaiðnaði hingað til lands mun minni. Sagði ráðherrann:  Ef hlutfall ungra karla á Íslandi sem lokið hafa háskólanámi væri í takt við meðaltal OECD væru spár um þörf á sérfræðingum:

„Þetta er því grjóthart efnahagsmál sem ber að horfast í augu við af fullri alvöru.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“