fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Svandís sendir eigendum Morgunblaðsins pillu – Telja peningaöflin að þeim sé ógnað?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. október 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að eigendur Morgunblaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétti nú raðirnar vegna frumvarps sem nú er í smíðum að heildarlögum um sjávarútveg. Verður einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni.

Svandís skrifar grein um þetta í Morgunblaðið í dag þar sem hún sendir eigendum blaðsins væna pillu. Hún bendir á að sjávarútvegurinn hafi lengi verið bitbein átaka og ljóst sé að umtalsvert vantraust ríki í garð greinarinnar.

Svandís nefnir að línur séu farnar að skýrast nú þegar rúmur mánuður er síðan stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar lauk með skýrsluskilum. Íslenskur sjávarútvegur gangi vel á efnahagslegan mælikvarða og síðasta ár hafi verið eitt það farsælasta í nútímasögu sjávarútvegsins að þessu leyti.

„Þrátt fyr­ir gott gengi greind­ust líka ótal tæki­færi og leiðir til meiri ár­ang­urs í stefnu­mót­un­inni. Eitt felst í ímynd grein­ar­inn­ar gagn­vart al­menn­ingi en liður í skýrslu­gerðinni var stærsta viðhorfs­könn­un sem gerð hef­ur verið um álit al­menn­ings á ýms­um þátt­um stjórn­kerf­is í sjáv­ar­út­vegi. Þar kom í ljós að sex sinn­um fleiri telja sjáv­ar­út­veg spillt­an en telja hann heiðarleg­an. Það er al­var­legt. Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frum­varps að heild­ar­lög­um um sjáv­ar­út­veg og einn kafl­inn lát­inn fjalla sér­stak­lega um gagn­sæi í grein­inni. Með lög­um verði sköpuð skil­yrði til að bæta skrán­ingu og tryggja að stjórn­un­ar- og eigna­tengsl í grein­inni liggi fyr­ir jafn­h­arðan og þau verða til.“

Svandís snýr sér svo að umfjöllun Morgunblaðsins að undanförnu.

„Rit­stjórn Morg­un­blaðsins tel­ur gagn­sæi greini­lega svo mikla ógn við fjár­sterka aðila að bregðast þurfi af afli við áform­um stjórn­valda um að varpa skýru ljósi á sjáv­ar­út­veg­inn. Eig­end­ur blaðsins, að stærst­um hluta stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, þétta raðirn­ar og póli­tísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka. Engu að síður er mitt mat að aukið gagn­sæi hljóti að vera til góðs. Tor­tryggni þrífst í leynd­ar­hyggju og van­traust al­menn­ings í garð at­vinnu­grein­ar á borð við sjáv­ar­út­veg er óá­sætt­an­legt fyr­ir stjórn­völd og grein­ina sjálfa. Varðstöðu grein­ar­inn­ar, stjórn­mála­fólks og Morg­un­blaðsins um leynd verður að linna til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn fái að njóta sann­mæl­is og for­send­ur skap­ist fyr­ir auk­inni sátt.“

Svandís segir að sumir haldi því fram að lítið sé að marka skoðanir almennings á sjávarútvegi, enda viti fólk ekki nóg um greinina. Að mati Svandísar skilar slík kenningasmíð umræðunni ekki áfram og leggur ekkert til.

„Al­menn­ing­ur er sam­fé­lagið og gæta þarf hags­muna heild­ar­inn­ar í hverju skrefi. Ótal atriði í um­gjörð um sjáv­ar­út­veg eru til fyr­ir­mynd­ar og við þeim þarf ekki að hrófla. Í frum­varpi því sem er í smíðum í mínu ráðuneyti bein­um við at­hygli að því sem þarf að lag­færa en áform­um eng­ar kollsteyp­ur. Gagn­sæi er þar grund­vallar­for­senda sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál. Sér­hags­mun­ir ein­stakra út­gerðaraðila eða tals­manna þeirra ættu aldrei að yf­ir­skyggja hags­muni al­menn­ings, hvorki á síðum Morg­un­blaðsins né í al­mennri umræðu. Stönd­um sam­an um góða vinnu að gagn­sæi og lát­um ekki gam­alt aft­ur­hald slá okk­ur út af lag­inu,“ segir Svandís að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi