fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Áslaug skaut föstum skotum á Svandísi – „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest, Svandísi Svavarsdóttur“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. október 2023 09:53

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Youtube-skjáskot frá Sjávarútvegsdeginum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fór háðulegum orðum um kollega sinn í ríkisstjórn, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, í ræðu á Sjávarútvegsdeginum í gær. Samstöðin vekur athygli á þessu.

Áslaug gerði að gamni sínu í upphafi ræðunnar en þó strax með alvarlegum undirtóni. Hún greindi t.d. frá því að hún hafi verið á sjó þegar hún var 25 ára og hefði sofið yfir sig á fyrstu vaktinni. Sagðist hún aldrei hafa sagt neinum frá því áður enda hafi hún skammast sín, og að skipsfélagar hennar hafi ekki selt DV söguna. Áslaug sagðist rifja þetta upp með þá samlíkingu í huga að við værum á mörgum sviðum sofandi á verðinum í samfélaginu. Síðan sendi hún matvælaráðherra þessa pillu:

„Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar, bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar, nú eða sjókvíaeldið – eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið sem er einmitt í sama húsi í B26. Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest: Svandísi Svavarsdóttur.“

Áslaug sagði ennfremur um Svandísi:

„Hún situr með mér í ríkisstjórninni. Ríkisstjórninni sem þið öll auðvitað elskið svo heit og innilega. Um hana get ég sagt eitt, ríkisstjórnina, ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum í henni en án hans.“

Áslaug sagði að það væri freistandi að ræða nánar um þessi mál og virtist gæta mikils pirrings með stjórnarsamstarfið hjá ráðherranum, sérstaklega yfir samstarfinu við matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur.

Áslaug gerði síðan nýsköpun í sjávarútvegi að meginefni erindi síns. „Það eru svo fjölmörg dæmi um hvernig nýsköpun hefur búið til gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum, veitt okkur fleiri sóknartækifæri og það er einmitt þannig að kröftugasta nýsköpunin hefur einmitt byggst upp á því að við höfum nýtt þekkingu okkar á auðlindum í sjávarútvegi.“ Sagði hún að fólkið í salnum, forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna, vissu hvernig ætti að leysa vandamál og skapa verðmæti. Sjávarútvegurinnn hefði verið brautryðjandi í nýsköpun og sjávarútvegur á Íslandi sé orðinn sá sjálfbærasti í heiminum. Hann væri enda erlendum aðilum fyrirmynd. Hún vakti einnig athygli á því að fjölmörg þekkt nýsköpunarfyrirtæki ættu rætur sínar að rekja til sjávarútvegarins. Augljósasta dæmið um það væri Kerecis. Það fyrirtæki væri gott dæmi um mikilvægi þess að tengja saman háskóla, rannsóknir og vísindi, við atvinnulífið og nýsköpun. Nýta ætti menntakerfið til að efla atvinnulífið.

Ræðu Áslaugar má hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan, sem og alla dagskrána á Sjávarútvegsdeginum. Áslaug Arna tekur til máls eftir 10:30 mín.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið