fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Tekjudreifing í Evrópu einna jöfnust á Íslandi

Eyjan
Þriðjudaginn 3. október 2023 10:13

Hagstofa Íslands Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands greinir frá því á vef sínum í dag dreifing ráðstöfunartekna hér á landi hafi haldist nokkuð stöðug undanfarin fimm ár samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lífskjararannsóknar stofnunarinnar. Gini-stuðullinn var 24,2 árið 2022 en stuðullinn sýnir dreifingu ráðstöfunartekna á meðal landsmanna. Stuðullinn er alþjóðlegur og er notaður til að greina dreifingu tekna um allan heim. Gini-stuðullinn væri 100 ef einn maður væri með allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur. Frá árinu 2018 var Gini-stuðullinn lægstur það ár og 2022, eða 24,2, og hæstur árið 2020 eða 24,8.

Því lægri sem stuðullinn er því jafnari er dreifing tekna.

Miðað við greiningu Hagstofunnar blasir við að velferðarkerfið hefur áhrif til tekjujöfnunar. Gini-stuðullinn er hærri þegar hann er reiknaður án félagslegrar aðstoðar og sé hún ekki tekinn með í reikninginn var hann 31,1 árið 2022. Þegar horft er til síðustu fimm ára var Gini-stuðullinn án félagslegrar aðstoð lægstur árið 2018, eða 29,1, og hæstur árið 2021 eða 31,7. Með félagslegri aðstoð er vísað til greiðslna á borð við fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, barnabætur, húsnæðisbætur, atvinnuleysisbætur og örorkubætur.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir Gini-stuðulinn með og án félagslegrar aðstoðar sem stofnunin segir að gefi færi á því að leggja mat á áhrif félagslegrar aðstoðar á jöfnuð.

Þegar kemur að samanburði á Gini-stuðlinum milli landa kemur í ljós að ójöfnuður er lítill á Íslandi í evrópskum samanburði. Árið 2022 var Gini-stuðulinn á Íslandi sá þriðji lægsti í Evrópu en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins var 29,6. Gini-stuðullinn var hæstur í Búlgaríu, eða 38,4, og lægstur í Slóvakíu eða 21,2. Á Norðurlöndunum var ójöfnuður minnstur á Íslandi en í Danmörku var Gini-stuðullinn 27,7, í Svíþjóð 27,6 og í Finnlandi 26,6. Enn vantar hins vegar niðurstöður fyrir Noreg en árin á undan var Gini-stuðullinn þar á bilinu 24,8 til 25,4. Frekari tölur um Gini-stuðulinn í hinum ýmsu ríkjum Evrópu má sjá hér að neðan:

Velferðarkerfið dregur úr muninum á milli þeirra tekjuhæstu og þeirra tekjulægstu

Hagstofan gerir einnig sérstakan samanburð á tekjum þeirra tekjuhæstu á landinu og þeirra tekjulægstu með svokölluðum fimmtungastuðli.

Fimmtungastuðu mælir tekjumun á milli efsta og neðsta tekjufimmtungs. Stuðullinn var 3,5 árið 2022. Það þýðir að 20 prósent heimila í landinu sem höfðu hæstar tekjur höfðu 3,5 sinnum hærri ráðstöfunartekjur á neyslueiningu en þau 20 prósent heimila sem höfðu lægstu tekjurnar. Ráðstöfunartekjur á neyslueiningu byggjast á ráðstöfunartekjum heimila eftir að tillit hefur verið tekið til þess hversu margir þurfa að lifa af þeim. Fimmtungastuðullinn hefur, eins og Gini-stuðullinn, sveiflast lítið frá árinu 2018 en þá var hann lægstur, eða 3,3, en hæstur var hann árið 2020 eða 3,6. Þetta gefur til kynna að tekjumunur á milli efsta og neðsta tekjufimmtungs hafi lítið breyst á tímabilinu.

Tekjumunur á milli efsta og neðsta tekjufimmtungs er meiri þegar ekki er tekið tillit til félagslegrar aðstoðar. Fimmtungastuðull án félagslegrar aðstoðar var 6,2 árið 2022, töluvert hærri en þegar tekið er tillit til félagslegrar aðstoðar. Hagstofan segir það gefa til kynna að aðstoð dragi töluvert úr tekjumun á milli þeirra sem tilheyra neðsta og efsta tekjufimmtungi.

Að lokum tekur Hagstofan fram að allar þessar tölur séu unnar úr lífskjararannsókn stofnunarinnar sem sé hluti af samræmdri lífskjararannsókn Evrópska efnahagssvæðisins (EU-SILC). Undanfarin ár hafi Hagstofan unnið að umbótum í vinnslu talna úr lífskjararannsókninni með það að markmiði að bæta tímanleika og áreiðanleika upplýsinganna. Í kjölfarið hafi tímaröðin verið uppfærð með endurbættum vogum, nákvæmari vikmörkum og samræmdari vinnsluaðferðum. Tölur áranna 2019-2022 séu bráðabirgðatölur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni