fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin ætlar að græða á rafbílum – bensín- og dísilmengunarsóðarnir hækkuðu ekki um eina krónu en vörugjöldum skellt á rafbíla

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 29. október 2023 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin skellti fimm prósent flötu vörugjaldi á alla bíla um síðustu áramót. Gjaldið lagðist af fullum þunga á raf- og tengiltvinnbíla sem ekkert vörugjald báru en bensín- og dísilbílar, sem þegar báru vörugjald, hækkuðu ekki um krónu. Á sama tíma lækkaði virðisaukaskattsívilnun fyrir rafbíla um 240 þúsund. Einnig var bifreiðagjald tvöfaldað, auk þess sem úrvinnslugjald var sett á. Um næstu áramót verður ívilnunin felld alveg úr gildi og hækka þá rafbílar um 1.320 þúsund, auk þess sem byrjað verður að innheimta sex króna kílómetragjald af rafbílum en ekki bensínbílum.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að ríkið muni brátt innheimta mun meiri gjöld af bíleigendum en nú er gert í gegnum bensín- og olíugjald. Egill er gestur hlaðvarps Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Egill Jóhannsson - 2
play-sharp-fill

Markaðurinn - Egill Jóhannsson - 2

Það er ekki búið að setja lögin, þetta eru svona áform í stjórnarsáttmálanum, en eins og ég skil þetta þá er verið að hugsa um þetta fyrir fólksbíla og mögulega sendibíla,“ segir hann um áform stjórnvalda um að 2030 verði allir nýskráðir bílar hér á landi rafbílar. „Ég held að við séum nálægt því að þetta gæti verið raunhæft. Að rafmagns fólksbílar og rafmagns sendibílar verði í það miklu úrvali að þeir geti leyst þarfir 95-100 prósenta þeirra sem eru að kaupa bíla árið 2030. Vörubílarnir verða eitthvað seinna. En ég er svo bjartsýnn að ég held að það gæti orðið árið 2039 að öll nýskráð ökutæki á Íslandi gangi fyrir hreinu rafmagni. Svo tekur dálítinn tíma að skipta út flotanum.“

Sem dæmi um hvað þetta tekur langan tíma má nefnir Egill að í lok árs í fyrra var ekki nema 6,5 prósent af öllum ökutækjaflotanum rafmagnsbílar. Eftir eru 93,5 prósent. „Núna erum við komin í 8,3 prósent þannig að þetta þokast áfram en tekur alveg tíma. Um síðustu áramót voru 278 þúsund ökutæki í landinu sem eru í umferð og það tekur alveg tíma að skipta þeim út.“

Egill bendir á að um síðustu áramót hafi ívilnunin fyrir rafbíla verið lækkuð úr 1.560 þúsund krónum í 1.320 þúsund krónur. Á sama tíma hafi verið lagt fimm prósent vörugjald á alla bíla og þar sem rafbílar voru án vörugjalda fór hækkunin beint og óskert út í verð þeirra en bensín- og dísilbílar sem eyða kannski 20 lítrum á hundraðið og menga mest af öllum bílum hækkuðu ekki um eina krónu.

Bílarnir sem ekkert menga hækkuðu mest og svo fór hækkunin stiglækkandi þangað til komið var í mestu mengunarvaldana og þeir hækkuðu ekki neitt. Svo var bifreiðagjaldið tvöfaldað og sett á úrvinnslugjald þannig að um áramótin komu til framkvæmda fjögur atriði sem leiddu til hækkunar á verði rafbíla og tengiltvinnbíla hér á landi,“ segir Egill.

Núna ætla þeir að fella alla ívilnunina úr gildi, 1.320 þúsund, auk þess sem þeir ætla að setja á kílómetragjaldið. Við hjá Bílgreinasambandinu reiknuðum út að ef kílómetragjaldið fer að fullu á alla fólksbíla og sendibíla í landinu árið 2025, eins og áformin eru nú, þá mun þetta skila ríkissjóði 26,6 milljörðum í tekjur á ári sem okkur telst til að sé miklu meira en ríkið fær í dag af bensín- og olíugjöldum. Og þá er eftir að setja þetta á rútur og þungaflutningabíla og alla þá bíla.

Egill segir ætlunina hjá stjórnvöldum að setja kílómetragjaldið á alla bíla 2025, líka bensín- og dísilbíla. „En þá á móti ætla þeir að taka út bensín- og olíugjöldin sem eiga að ganga til vegagerðar. Þetta gæti gert það að verkum að bensín og dísill lækki um 20-25 prósent. Allar þessar aðgerðir vinna gegn orkuskiptum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture