fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Manndómur Norðmanna – makalaus aumingjaskapur Íslendinga!

Eyjan
Sunnudaginn 29. október 2023 19:17

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur dráp þúsunda borgara, venjulegs fólks, mikið barna, og gereyðing heimila þeirra og heimkynna, talizt sjálfvörn?

Staða og áhrif Gyðinga

Gyðingar eru taldiðtaldir um 18 milljónir, um helmingur þeirra er nú saman kominn í Ísrael, sem spannar í dag um 85% af Palestínu, landi Palestínumanna, sem þeir höfðu átt og búið á, mest einir, í fjölmargar aldir.

Hinn helmingurinn er dreifður um allan heim, þó lang mest í Bandaríkjunum og Mið- og Austur-Evrópu.

Þó að Gyðingar séu ekki nema 0,2% af jarðarbúum, hafa þeir mikil áhrif víða, líka hér, en þeir búa margir yfir miklum gáfum, greind og færni, ekki sízt á sviði fjármála, sem gefur þeim oft yfirburði til valda og áhrifa.

Þeir stjórna, oft bak við tjöldin, ekki sízt í Bandaríkjunum. Sérstaklega, þegar nær dregur kosningum þar, eins og nú, eru áhrif Gyðinga í USA feikimikil, m.a. í gegnum kosningaframlög sem geta þar ráðið úrslitum, og beygir meira að segja demókratinn Biden sig í duftið fyrir þeim um þessar mundir.

Þjóðverjar lúffa líka fyrir þeim, í nánast ómældum mæli, vegna þeirrar skuldar sinnar við þá, sem þó aldrei verður að fullu greidd, Helfararinnar, en í þessari afstöðu, viljanum til að bæta fyrir illgjörðir og yfirkeyrðrar þjónkunar við Gyðinga, eru þeir í raun að búa til nýtt vandamál, nýja Gyðinga-andúð. Einkum í Austurríki og Ungverjalandi virðist staða og áhrif Gyðinga líka firnasterk.

Saga Ísraelsríkis og hrun Palestínu

Frá stofnun Ísraelsríkis 1948, þar sem Sameinuðu þjóðirnar þröngvuðu í raun Gyðingum upp á Palestínumenn – þeim var gert að víkja og afhenda nýstofnuðu Ísraelsríki hluta af því landi, sem þeir höfði átt og búið á í aldaraðir – á grundvelli þess, að Guð hefði úthlutað Gyðingum þetta land fyrir árþúsundum, þetta væri heilagt land Gyðinga – hefur ríkt ófriðarástand og ítrekað komið til styrjalda milli Gyðinga og Palestínumanna, studda af öðrum Arabaþjóðum.

Gyðingar hafa hins vegar alltaf haft undirtökin í þessum átökum, staðið uppi sem sigurvegarar, mikið með stuðningi Bandaríkjamanna, og hafa þeir flæmt Palestínumenn af löndum og úr húsum sínum, sem þeir hafa oft sprengt upp eða jafnað við jörðu. Þetta hefur verið kölluð landtaka, sem ríkisstjórnir Ísrael hafa heimilað og stutt. Alþjóðasamfélagið hefur horft upp á þetta ofbeldi og yfirgang án þess að gefa frá sér hósta eða stunu, og það í slíkum mæli að Palestínumenn ráða nú aðeins fyrir um 15% af því landi, sem þeir áttu og bjuggu á 1948. Palestína er hrunin.

Árás Hamas á Ísrael 7. október sl.

Þann 7. október gerðist svo það að Hamas, sem er hersveit Palestínumanna á Gaza landræmunni, sem ekki er mikið stærri en höfuðborgarsvæðið hér, um 20-30 þúsund manna vopnað lið réðst inn í Ísrael, þeim greinilega að óvörum, og drápu þar, myrtu, um 1.400 manns, líka börn, konur og gamalmenni, marga með skelfilegum hætti. Þessa árás, þessa grimmd og þetta miskunnarleysi, blóðþorsta, verður auðvitað að flokka sem ódæði af verstu gerð og allir siðmenntaðir menn hafa fordæmt það. Líka við, auðvitað, og það með réttu.

Flestar þjóðir flokka Hamas sem hermdarverkamenn, þó t.a.m. Norðmenn vilji ekki stimpla þá með þeim hætti, en forseti Tyrklands, sem reyndar er ekki óumdeildur, af skiljanlegum ástæðum, lýsti því yfir á dögunum, að Hamas væri raun frelsissveit Palestínumanna, sem hefði framið sína árás á Ísraels 7. október í nauðvörn og af algjörri örvæntingu.

Þáttur Sameinuðu Þjóðanna, SÞ, og aðalritara þeirra

António Guterres, Portúgali, er einn mætasti stjórnmálamaður okkar tíma. Hann var lengi forsætisráðherra Portúgal, varð svo  forstjóri flóttamanna-hjálpar SÞ í tíu ár og loks aðalritari SÞ 2017.

Í ávarpi sem hann hélt fyrir öryggisráði SÞ 24. október sl. sagði hann m.a. þetta (í lauslegri þýðingu):

„Ástandið í Mið-Austurlöndum verður alvarlegra með hverjum klukkutímanum sem líður. Stríðið á Gaza geisar og það er hætta á að það breiðist út um allt svæðið… Á mikilvægu augnabliki sem þessu, er mikilvægt, að meginreglurnar séu skýrar. Grundvallarreglunni um að virða og vernda óbreytta borgara verður að fylgja! Ég hef með ótvíræðum hætti fordæmt hræðileg og fordæmalaus hryðjuverk Hamas í Ísrael 7. október. Ekkert getur réttlætt vísvitandi dráp, limlestingar og mannrán á almennum borgurum – eða eldflaugaárásum á borgaraleg skotmörk. Allir gíslar verða að fá mannúðlega meðferð og sleppa verður þeim tafarlaust og án skilyrða… Það er líka mikilvægt að viðurkenna að árásir Hamas áttu sér ekki stað í tómarúmi. Palestínska þjóðin hefur sætt þrúgandi hernámi í 56 ár (frá 1967, en þá fór sex-daga-stríðið fram, þar sem Ísraelsmenn náðu yfirráðum yfir öllum Sínaískaganum, allri Jerúsalem, Gazaströndinni, Vesturbakkanum og Gólanhæðum auk fyrri svæða). Þeir hafa þurft að horfa upp á ofbeldisfulla töku húsa sinna, lands og byggða, efnahag sinn kæfðan og fólk sitt  flutt nauðungarflutningum, flæmt á flótta og heimili þeirra rifin. Vonir þeirra um pólitíska lausn á vanda þeirra hafa verið að hverfa. En umkvörtunarefni palestínsku þjóðarinnar geta ekki réttlætt skelfilegar árásir Hamas. Og þessar skelfilegu árásir geta ekki réttlætt sameiginlegar refsiaðgerðir gegn palestínsku þjóðinni. Jafnvel stríð hefur reglur… Gæta verður stöðugrar varúðar við hernaðaraðgerðir til að hlífa óbreyttum borgurum og virða og vernda sjúkrahús og friðhelgi hjálparathvarfa Sameinuðu þjóðanna, sem í dag veita meira en 600.000 Palestínumönnum skjól… Að vernda óbreytta borgara þýðir ekki að skipa meira en milljón manna að flýja til suðurs þar sem ekkert skjól er, enginn matur, ekkert vatn, engin lyf og ekkert eldsneyti, og halda síðan áfram að sprengja sjálft suðurlandið““

Viðbrögð Ísraelsmanna

Svar Ísraelsmanna við þessari málefnalegu og yfirveguðu ræðu aðalritarans, þar sem fyrir mér fyllstu sanngirni og jafnræðis var gætt, var, að þeir heimtuðu að Guterres segði af sér eða yrði rekinn úr embætti. Ofbeldis- og yfirgangshneigð!?

Tillaga Jórdaníumanna um tafarlaust vopnahlé

Í kjölfar þessa, þar sem Ísraelsmenn gerðu ekkert annað en að herða árásir á Gaza svæðið, limlesta þar og drepa almenna borgara, mikið börn, áfram, líka starfsmenn SÞ – 35 þeirra höfðu verið drepnir í sprengjuárásum Ísraelsmanna, þegar Guterres hélt ræðuna – lagði Jórdanía fram þingsályktunartillögu 27. október, þar sem megin efnið var að tafarlausu vopnahléi yrði komið á á Gaza.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu – mikið „hlutleysi“

120 þjóðir greiddu atkvæði með þessari tillögum um tafarlaust vopnahlé, 14 þjóðir gegn og 45 þjóðir, þ.á.m. Íslendingar, sátu hjá, að nafninu til vegna þess að ekki skyldi vera sérstakt ákvæði, þar sem Hamas-árásin væri fordæmd þó að margsinnis hafi verið búið að samþykkja slíkar fordæmingar.

Fyrir mér var þessi hjáseta, þetta „hlutleysi“, sem átti að vera, en auðvitað ekkert var, heldur stuðningur við áframhaldandi árásir og morð saklausra borgara og barna á Gaza, undirlægjuháttur við Ísraelsmenn og þeim, sem að stóðu, m.a. okkur Íslendingum, til háborinnar skammar og smánar. Ábyrgðina ber auðvitað nýr utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson – ekki gæfuleg byrjun það – en líka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Svei!

Hverjir vildu tafarlaust vopnahlé?

Af þeim þjóðum, sem greiddu atkvæði með tafarlausu vopnahléi, voru frændur okkar, Norðmenn, Belgía, Frakkland, Sviss, Lúxemborg, Írland, Portúgal og Spánn, en þessum þjóðum er annt um sjálfstæða skoðun, reisn og virðingu við alþjóðleg lög og rétt. Þjóðir með bein í nefinu og manndóm.

Skrýtnar fylgiþjóðir Ísraelsmanna

Það vekur athygli að meirihluti þeirra 13 ríkja, sem greiddu atkvæði með Ísrael gegn kröfunni um vopnahlé, eru ýmist óþekkt smáríki í Kyrrahafi eða ríki, sem lítils eða einskis mega sín á alþjóðavettvangi:

Fídji, Gvatemala, Marshalleyjar, Míkrónesía, Náúru, Papúa Nýja-Gínea, Paragvæ, Tonga.

Menn geta velt því fyrir sér hvert tilefnið var eða hvatningin til þess að þessi veigaminnstu ríki jarðar, sem þó hafa hvert eitt atkvæði á þingi SÞ, skuli hafa kosið með og fyrir Ísrael. Kannast þar einhver við handbragðið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum