fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Sr. Friðrik

Eyjan
Laugardaginn 28. október 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingur með alvörusvip tjáði sig á dögunum um nýútkomna ævisögu sr. Friðriks Friðrikssonar. Hann hafði fundið bréf og önnur gögn sem vörpuðu ljósi á sérstaka ást þessa kennimanns á ungum drengjum. Friðrik hafði þann sið að kjassa og faðma strákana sína og stundum villtist hönd á forboðnar slóðir.

Marga rekur í rogastans en mín kynslóð yppir öxlum og spyr: Var þetta ekki á allra vitorði? Mér finnst ég hafa heyrt talað um óeðlilegt dálæti Friðriks á drengjum alla mína ævi. Foreldrar mínir vildu aldrei að ég færi í Vatnaskóg því að þau höfðu heyrt margt misjafnt um staðinn. Sjálfur fór ég reyndar á hverjum sunnudegi í KFUM húsið í Lauganeshverfi og safnaði að mér Biblíumyndum. Ég komst klakklaust frá þessum fundum en pabba var aldrei um þá gefið.

Í kvæði sínu „Sortnar sentrum“ á plötunni Far …. þinn veg frá 2001 yrkir Megas um siðspillingu Reykjavíkur og næturlífið. Grænlendingar sitja að drykkju á Duusbar. Sívertsen stendur á stalli sínum við Austurvöll en Austurstrætið er kjöti firrt. Síðan segir í kvæðinu: „síra Friðrik saurinn graður / æ situr með allt niðurgirt.“

Megasi var eins og öðrum kunnugt um orðspor guðsmannsins. Styttan af honum með lítinn dreng við hné sér í Lækjargötu er lofsöngur hogginn í stein um barnagirnd. Samfélagið ákvað í mikilli meðvirkni að loka augunum fyrir þessari hlið prestsins og hampa honum sem miklum barnavin. Allir virtust vita sannleika málsins en bundust samsæri þagnarinnar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Verður sr. Friðrik slaufað og stytturnar af honum rifnar niður eða fær hann að sitja áfram á stalli sínum í hjarta borgarinnar í Jesú nafni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?