fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Stjórnarþingmaður segist óttast að Seðlabankinn leiði okkur í sömu stöðu og eftir hrun með vaxtastefnu sinni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 27. október 2023 09:20

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaður Framsóknar hefur áhyggjur af því að Seðlabankinn skilji ekki hlutverk sitt og líti svo á að hann sé stikkfrí þegar kemur að húsnæðismálum í landinu. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar.

Í aðsendri grein á Eyjunni skrifar Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður framsóknar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að hann hafi áhyggjur af sýn Seðlabankans þegar kemur að stöðunni á húsnæðismarkaði.

Hann segir innviðaráðherra hafa lagt út í mikilvægar aðgerðir til að auka húsnæðisuppbyggingu en aðgerðir Seðlabankans hafi mjög letjandi áhrif á framkvæmdaaðila „þar sem kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn, vegna hertra lánþegaskilyrða, og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þvert á það sem við þurfum nú, og þegar allt er saman tekið, þá hefur þetta letjandi áhrif á framkvæmdaaðila til að halda áfram að framkvæma íbúðir. Ég hef verulegar áhyggjur af sýn Seðlabankans þegar kemur að stöðunni á húsnæðismarkaði og það virðist vera að bankinn haldi að hann sé eyland þegar að þessum málum kemur og það sé allra annarra að leysa úr stöðunni. Það er bara ekki svo einfalt, því allt hangir þetta saman,“ skrifar Ágúst Bjarni.

Hann lýsir áhyggjum sínum af því að við kunnum að lenda á sama stað og árin eftir hrun þegar framkvæmdir stöðvuðust nánast sem leiddi síðar til umframeftirspurnar og segir okkur Íslendinga þekkja afleiðingarnar af slíku of vel.

Grein Ágústs Bjarna í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda