fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Ágúst Bjarni skrifar: Sporin hræða

Eyjan
Fimmtudaginn 26. október 2023 16:47

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun, fimmtudaginn 26. október, fór fram opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem til umræðu var skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Í lögum um Seðlabanka Íslands er kveðið svo á að peningastefnunefnd bankans skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Nýlega ræddi aðalhagfræðingur Íslandsbanka um stöðu heimilanna í útvarpsviðtali þar sem hann sagði að stjórnvöld þyrftu að vera búin undir það að hlutirnir geti breyst svolítið hratt. Verðbólga hefur áhrif á samfélagið allt þar sem fólk og fyrirtæki finna fyrir hækkandi vöxtum. Nú liggur það fyrir að stór hluti lána er á föstum vöxtum sem losna nú á komandi ársfjórðungum og það getur breytt stöðunni nokkuð hratt til hins verra. Stjórnvöld þurfa því að fylgjast náið með stöðunni, greina hana og bregðist við með aðgerðum fyrir þá hópa sem verða hvað verst úti með ábyrgum og öruggum hætti. Annað mál er svo húsnæðismarkaðurinn í heild þar sem sporin hræða.

Langtíma kjarasamningar og aðkoma stjórnvalda

Kjarasamningar á vinnumarkaði losna nú um áramótin og þar er allra hagur að vel takist til. Þar er sérstaklega mikilvægt að lenda farsælum langtíma kjarasamningum sem styðja við það mikilvæga verkefni að ná hér niður verðbólgu og vöxtum sem er óumdeilt mesta kjarabót heimila og fyrirtækja í landinu. Þó svo að stjórnvöld eigi ekki formlega aðkomu að kjarasamningsgerðinni er ljóst að aðilar vinnumarkaðarins munu kalla eftir því að stjórnvöld liðki fyrir samningsgerð. Þar er líklegt að háværust verði krafan um frekari úrræði til að stuðla að auknu húsnæðisöryggi og að barnafjölskyldur og þeir sem lakast standa verði varin. Stjórnvöld átta sig á hlutverki sínu í komandi kjarasamningum og mikilvægi þess að vel takist til. Nú þegar hefur ríkisstjórnin stigið inn með aðgerðir á húsnæðismarkaði þar sem stutt hefur verið við uppbyggingu með opinberum stuðningi og má þar nefna uppbyggingu almennra íbúða og veitingu hlutdeildarlána til kaupa á hagkvæmum íbúðum. Eins hefur verið stutt við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta með hærri grunnfjárhæð og skerðingarmörkum. Þessu til viðbótar er hér rétt að nefna að húsaleigubætur hafa verið hækkaðar um fjórðung frá miðju ári 2022 auk þess sem frítekjumörk voru hækkuð til jafns við hækkun bóta.

Áhyggjur af sýn Seðlabankans þegar kemur að stöðunni á húsnæðismarkaði

Tryggt framboð og öryggi á húsnæðismarkaði er mikið hagsmunamál í íslensku samfélagi. Langtímaskortur á íbúðum á Íslandi hefur valdið því að bæði leigu- og fasteignaverð hefur hækkað mikið. Það er aðeins ein leið sem mun koma í veg fyrir að leigu- og fasteignaverð muni halda áfram að hækka óeðlilega mikið líkt og verið hefur á undanförnum árum. Sú leið er aukið framboð af húsnæði. Markmið innviðaráðherra um aukna húsnæðisuppbyggingu og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til er mikilvægt innlegg í þá vegferð. Hins vegar er það svo að húsnæðismarkaðurinn hefur fundið verulega fyrir aðgerðum Seðlabankans, þar sem kaupendum hefur verið gert erfiðara um vik með að komast inn á markaðinn, vegna hertra lánþegaskilyrða, og fjármögnun nýframkvæmda er orðin dýrari. Þvert á það sem við þurfum nú, og þegar allt er saman tekið, þá hefur þetta letjandi áhrif á framkvæmdaaðila til að halda áfram að framkvæma íbúðir. Ég hef verulegar áhyggjur af sýn Seðlabankans þegar kemur að stöðunni á húsnæðismarkaði og það virðist vera að bankinn haldi að hann sé eyland þegar að þessum málum kemur og það sé allra annarra að leysa úr stöðunni. Það er bara ekki svo einfalt, því allt hangir þetta saman.

Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en okkur verður að bera gæfa til þess að setjast niður og tryggja að við komumst saman út úr núverandi ástandi sem mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það er engum til góðs og að mínu mati er það algjörlega ljóst að gera þarf sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum lenda á sama stað og árin eftir hrun þegar framkvæmdir svo gott sem stöðvuðust sem síðar leiddi til umframeftirspurnar. Afleiðingarnar af slíku þekkjum við of vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni