fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Dagný, Mikolaj og Melanie til Exmon

Eyjan
Miðvikudaginn 25. október 2023 10:38

Dagný Björk Stefánsdóttir, Melanie Schneider og , Mikołaj Jacek Końko.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Exmon hefur fengið til liðs við sig þau Dagnýju Björk Stefánsdóttur, Mikołaj Jacek Końko og Melanie Schneider í hugbúnaðarþróun og tæknilega sölu. Exmon Software hefur stigið markviss skref inn á alþjóðlegan markað með yfir 20 endursöluaðila víðsvegar í Evrópu. Innkoma Dagnýjar og Mikolaj í hugbúnaðarþróunarteymið og Melanie í söluteymið er mikilvægur hluti af alþjóðlegri markaðssókn.

Dagný Björk Stefánsdóttir lauk B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði við hugbúnaðarþróun hjá Advania á árunum frá 2011 til 2014. Árið 2014 var hún ráðin til Wise lausna þar sem hún starfaði í níu ár við Business Central forritun, bæði í BC sérlausnum og sérsmíði í Business Central. Frá 2017 til 2023 gegndi hún einnig starfi tæknilegs vörustjóra Sérfræðiverkbókhalds Wise og hefur undanfarið eitt ár verið forritaútgáfustjóri BC sérlausna Wise, samhliða forritun. „Þessi nýi starfsvettvangur leggst mjög vel í mig, teymið er frábært og það eru verulega spennandi tímar fram undan hjá Exmon,“ segir Dagný Björk sem segist utan vinnutíma hafa mestan áhuga á útivist og ferðalögum með fjölskyldu og vinum.

Mikołaj Jacek Końko er með BSc-gráðu í Computer Science frá Lancaster University í Bretlandi þar sem hann var við nám á árunum 2019 til 2022. Í ár hóf hann svo hlutanám í MSc Data Analysis við Warsaw School of Economics í Póllandi sem hann mun stunda samhliða starfi sínu hjá Exmon. Mikolaj hefur m.a. starfað sem Data Analyst hjá LOT Polish Airlines í Varsjá; Cloud/Data Lake Developer hjá Lingaro í Varsjá og System Architect hjá Federation of the Polish Student Societies in the UK.

„Nýja starfið er mjög gefandi og færir mér sannarlega þá tilfinningu að ég sé að leggja mitt af mörkum til þeirra verkefna sem eru í gangi. Að vinna með vinnufélögum mínum hjá Exmon er bæði uppspretta gleði og þekkingar,“ segir Mikolaj og heldur áfram: „Markmiðið er að helga sig algerlega verkefninu og færa viðskiptavinunum sífellt betri lausnir. Það að aðstoða við yfirfærslu í skýið, með mína fyrri reynslu, mun hjálpa mér að þróa hæfni mína enn frekar,“ segir Mikolaj sem í frítíma sínum stundar hlaup, tungumálanám og kvikmyndagerð.

Melanie Schneider er með tvær Bachelor gráður, í kennslufræðum og Business IT, sem hún hlaut í heimalandi sínu Sviss. Starfsferill hennar á Íslandi hófst hjá InfoMentor en upp úr því tók hún þátt í að stofna og leiða fyrirtæki sem þróaði námsstjórnunarkerfi innan Microsoft Teams. Melanie býr yfir víðtækri reynslu á sviði viðskiptatækni, verkefnastjórnunar, stefnumiðaðrar vinnu og gerð fjárhagsáætlana og er sérfræðingur í að túlka flókin, tæknileg mál á skiljanlegan hátt til þeirra sem hafa minni tæknikunnáttu.

Ég algerlega elska þetta nýja starf enda sameinar það það tvennt sem ég elska mest, fólk og tækni,“ segir Melanie og bætir við: „Hjá Exmon starfar frábært teymi sem tók einstaklega vel á móti mér og Exmon-lausnin sjálf er mjög flott. Og ég er sko ekki einu sinni byrjuð að tala um frábæra staðsetningu fyrirtækisins og hádegismatinn, sem er ótrúlega góður.“ Utan vinnu hefur Melanie sérstakan áhuga á mótorhjólum og hraðskreiðum bílum á milli þess sem hún gleymir sér við lestur spennusagna eða píanóleik.

Gunnar Steinn Magnússon er framkvæmdastjóri Exmon: „Við hjá Exmon erum gríðarlega sátt með þá viðbótarþekkingu sem Dagný og Mikolaj koma með inn í þróunarteymið og þá reynslu sem Melanie kemur með í söluteymið. Þau koma til með að styrkja teymið enn frekar, sem var þó sterkt fyrir, og það verður gríðarlega gaman að hafa þau með í hópnum á þeirri vegferð sem fyrirtækið er á.“

Exmon Software er hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir og þróar hugbúnaðinn Exmon sem finnur villur eða frávik í tölvukerfum viðskiptavina til að koma í veg fyrir tekjuleka eða brotalamir í ferlum. Exmon er systurfyrirtæki Expectus á Íslandi sem var stofnað árið 2009. Hjá Exmon og Expectus starfa nú tæplega 40 manns í fjórum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“