fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Fleiri leiðir til að lækka vexti en að ganga inn í myntbandalag – sameinumst um það sem við erum sammála um, segir Kristrún Frostadóttir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir segir ástæðuna fyrir því að hún setti áhersluna á aðild að ESB til hliðar hafa verið þá að ESB aðild kljúfi þjóðina í tvennt og nú, þegar erfið staða sé í efnahags- heilbrigðis-  almannatrygginga – og fleiri málum þurfum við að sameinast um það sem við þó erum sammála um. Hún segir fleiri leiðir vera til staðar til að lækka vexti hér á landi en þá einu að ganga inn í myntbandalag.

Kristrún er gestur hlaðvarps Markaðarins á Eyjunni.

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 3.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Kristrún Frostadóttir 3.mp4

Já, það hefur verið meiri hagvöxtur hérna og verðbólga sem hefur knúið áfram hærri vexti en ella,“ segir Kristrún. Hún segir að raunar sé lítill sem enginn hagvöxtur á mann, vegna þess að hann stafar fyrst og fremst af fólksfjölgun, en það breyti því ekki að þótt þetta sé vondur hagvöxtur sé samt þensla í kerfinu. Verið sé að nýta innviði mjög mikið og mikil einkaneysla hafi verið þó að hún hafi minnkað og það sé ein af ástæðunum fyrir því að vextir eru háir.

Svo ég nefni nú ekki verðtrygginguna sem er séríslenskt fyrirbæri og hefur meðal annars gert það að verkum að fólk er skuldsettara en ella á húsnæðismarkaði og að mínu mati hefur með þeim hætti ýtt undir gírun, ýtt undir eftirspurn. Fólk hefur verið að skuldsetja sig meira en það hefur efni á og þar með ýtt undir verðbólgu.

Það sem ég vildi þó segja um þessa stöðu varðandi gjaldmiðilinn og hvert vaxtastigið ætti að vera og hvar ég myndi vilja sjá það og hvort það verði bara leyst með gjaldmiðlinum. Ég hef verið hlynnt Evrópusambandsinngöngu af miklu fleiri ástæðum en gjaldmiðlaástæðum. Þetta snýst bara um menningu, pólitík, hvar þú tilheyrir, að vera partur af stærra kerfi og geta tekið ákvarðanir um ýmsa þætti sem er til að mynda erfiðara fyrir okkur í EES.“

Hún segir ástæðuna fyrir því að hún tók þá ákvörðun að setja aðildarumsókn að ESB til hliðar í fyrsta lagi þá að þetta sé mál sem algerlega klýfur þjóðina. „Það er bara þannig. Þetta er 50/50 mál. Ég get verið með stuðning við allar tillögur okkar í velferðarmálum hjá jafnaðarfólki út um allt landi – með jafnaðar taug – en þetta er ásteytingarsteinn og ég hef sagt: núna á tímum sem þessum, í erfiðri stöðu í efnahagsmálum, í heilbrigðismálum, í almannatryggingamálum, þá þurfum við að sameinast um það sem við þó erum sammála um og ég hef verið mjög hreinskilin um þetta.

En í öðru lagi þá er það líka þannig að það eru aðrar leiðir til þess að lækka hér vexti en halda því fram að ganga bara inn í myntbandalag muni húrra vöxtunum niður. Það er ekki svo einfalt. Það er líka mjög stór ákvörðun að taka að halda að það eitt og sér muni lækka hér vaxtastig.“

Hlaðvarpsþátturinn verður aðgengilegur á hér Eyjunni kl. 8 í fyrramálið, laugardagsmorgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture