fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Aðstoðar fyrirtæki við verndun uppljóstrara

Eyjan
Föstudaginn 20. október 2023 12:33

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna Origo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo kynnti í vikunni nýja CCQ lausn sem hjálpar fyrirtækjum að uppfylla lögin um vernd uppljóstrara sem mörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum hefur reynst þrautin þyngri að ná tökum á. Lög um vernd uppljóstrara tóku gildi 1. janúar 2020, en þrátt fyrir það hafa margir vinnuveitendur enn ekki tekið þátt í að uppfylla lagakröfurnar. Samkvæmt þessum lögum getur Vinnueftirlit ríkisins beitt dagsektum á þau fyrirtæki sem ekki fylgja þeim.

„Við viljum að starfsfólk viti hvað það á að gera ef það sér eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt í rekstri eða umhverfi síns vinnustaðar. Það er mikilvægt að til séu skýrar verklagsreglur og öll hafi greiðan aðgang að því að senda inn nafnlausar ábendingar því auðvitað vilja fyrirtæki ekki missa af því að vita ef það er eitthvað sem betur má fara,“ segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna Origo.

Með ámælisverðri háttsemi er átt við hátterni sem stefnir almannahagsmunum í hættu, t.d. hátterni sem ógnar heilsu eða öryggi fólks eða umhverfi, án þess að um sé að ræða augljóst brot á lögum eða reglum. Að sögn Kristínar Hrefnu þurfa öll fyrirtæki með 50 eða fleiri starfandi að setja sér reglur um verklag í samráði við starfsfólk sem hefur heimild og, eftir atvikum, skyldu til að greina frá mögulegum lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þeir sem greina frá eru undir sérstakri vernd, þar á meðal er ekki hægt að refsa þeim fyrir að miðla upplýsingum.

Að vera einu skrefi á undan

„CCQ frá Origo býður upp á lausn til að auðvelda vinnuveitendum að setja upp, framkvæma og fylgja skriflegum reglum um verklag til dæmis í uppljóstrun starfsfólks um möguleg lögbrot eða ámælisverða háttsemi. Ábendingar CCQ taka á móti ábendingum uppljóstrara nafnlaust og tryggir öruggt úrvinnsluferli. CCQ er því gagnlegt verkfæri fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir með 50 eða fleiri starfandi sem þurfa að uppfylla lagakröfurnar,“ segir hún og bætir við að nú þegar séu fyrirtæki að nýta sér CCQ til þess að tryggja að þau uppfylli lagakröfurnar og með því eru þau að byggja upp traust samband milli starfsfólks og stjórnenda.

„Vinnueftirlitið hefur það hlutverk að fylgjast með því að fyrirtæki starfi í samræmi við þessi lög. Með CCQ geta fyrirtæki tryggt að þau séu alltaf einu skrefi á undan til þess að þau lendi ekki í dagsektum og tryggi öryggi uppljóstrara, fyrirtækisins og samfélagsins. Við skiljum mikilvægi þess að fyrirtæki geti haft traust og öruggt ferli þegar kemur að vernd uppljóstrara. Með notkun á CCQ viljum við gera þeim þetta auðveldara,“ segir Kristín Hrefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur